Fréttir Skorinn með flösku á hálsi Ráðist var á mann á dansleik á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki annan dag jóla, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. Innlent 28.12.2011 21:49 Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Viðskipti erlent 28.12.2011 21:48 Látnir lausir úr gæsluvarðhaldi Þrír menn, sem setið hafa í varðhaldi í Svíþjóð grunaðir um að hafa ætlað að myrða teiknara, voru látnir lausir í gær. Erlent 28.12.2011 21:49 Danir sáttir við kóngafólkið sitt Mikill meirihluti Dana er hlynntur því að landið verði áfram konungsríki. Könnun sem sagt er frá í Politiken leiðir í ljós að 77 prósent segjast fylgjandi núverandi stjórnarfyrirkomulagi, en aðeins sextán prósent eru fylgjandi því að landið verði lýðveldi. Erlent 28.12.2011 21:49 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. Innlent 27.12.2011 22:29 Langflest afbrot hér á landi tengd áfengi og fíkniefnum Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Innlent 27.12.2011 22:29 Landsvirkjun endurnýjar veltulán Landsvirkjun hefur skrifað undir samning um nýtt sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði, hið fyrsta sem opinbert íslenskt fyrirtæki gerir frá bankahruni. Innlent 27.12.2011 22:29 Hækka um tugi þúsunda á ári Leikskólagjöld hjá öllum stærstu sveitarfélögum landsins hækka um tvö til þrjú þúsund krónur á mánuði um áramótin. Hækkunin nemur tugum þúsunda hjá foreldrum á ársgrundvelli. Innlent 27.12.2011 22:29 Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti "Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp,“ segir Hrafnkell Á. Innlent 27.12.2011 22:29 Ekki þörf á byssum fyrir löggur LöggæslaÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki telja þörf á því að lögreglumenn hafi almennari aðgang að skotvopnum en nú er. Innlent 27.12.2011 22:29 Byggja félagsmiðstöð í Spönginni Verja á 650 milljónum króna í byggingu nýrrar félagsmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi. Þar munu þjóðkirkjan og hjúkrunarheimilið Eir meðal annarra hafa aðstöðu. Innlent 27.12.2011 22:29 Óásættanlegt að leyfi hafi verið veitt Hópur fólks og félaga sem eru andvíg því að erfðabreytt bygg verði ræktað í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að beita sér fyrir því að leyfi til ræktunarinnar verði afturkallað. Innlent 27.12.2011 22:29 Stjórnarherinn farinn frá Homs Sýrlandsstjórn kallaði herlið sitt frá borginni Homs í gær þegar fyrstu eftirlitssveitirnar frá Arababandalaginu voru komnar til landsins. Erlent 27.12.2011 22:30 Opið öllum en nýtist hernum Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Erlent 27.12.2011 22:29 Gæti reynst Pútín erfiður mótherji Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Erlent 27.12.2011 22:29 Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. Lífið 15.12.2011 21:33 Seldu fjarskiptabúnað ríkisins Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Viðskipti erlent 15.12.2011 22:23 Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Innlent 15.12.2011 22:23 Vildi fitna en gat það ekki Leonardo DiCaprio óskaði þess að hann gæti fitnað hraðar þegar hann var við tökur á mynd um stofnanda FBI-leynilögreglunnar, J. Edgar Hoover. Lífið 15.12.2011 21:34 Leita stuðnings við afturköllun ákæru Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Innlent 15.12.2011 22:23 Ung lögga fékk heiðurverðlaun „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það er nú ekki svo oft sem okkur er hrósað og sjálfur lít ég á aðstoð lögreglunnar við borgarana sem sjálfsagðan hlut,“ segir lögreglumaðurinn Jóhann Birkir Guðmundsson sem í fyrradag hlaut heiðursverðlaun Stúdentaráðs. Innlent 15.12.2011 22:22 Eyddu hálfum milljarði á hátíðinni Erlendir ferðamenn sem sóttu Iceland Airwaves-hátíðina heim eyddu 450 milljónum króna meðan á hátíðinni stóð. Þetta kemur fram í könnun á hagrænum áhrifum komu gesta hátíðarinnar hingað til lands, sem unnin er á vegum Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar. Iceland Airwaves stóð yfir dagana 31. október til 4. nóvember. Innlent 15.12.2011 22:22 Buðu Íslandi aðeins 6,5% makrílkvótans Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 15.12.2011 22:23 Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. Viðskipti innlent 15.12.2011 22:23 Óvíst með hvít jól í Reykjavík Óvíst er hvort jólin verði hvít í höfuðborginni. Næsta vika verður umhleypingasamari í veðri en undanfarið, þá sér í lagi sunnanlands. Innlent 15.12.2011 22:22 Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Erlent 15.12.2011 22:23 Glassúr og púðursykur reyndust of létt Nettóþyngd Kötlu púðursykurs og glassúrs frá Kötlu eru undir leyfilegum mörkum sé miðað við merkingar á vörunum. Glassúrinn er að meðaltali um 30 prósentum undir nettóþyngd, vegur að meðaltali um 103 grömm, en samkvæmt pakkningu á varan að vega 150 grömm. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Neytendastofu á þyngd sex vörutegunda sem notaðar eru í bakstur. Innlent 15.12.2011 22:22 Par með hundruð gramma kókaíns Par sem var að koma frá Spáni í byrjun vikunnar reyndist vera með kókaín falið innvortis. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald fram á mánudag, en jafnvel er gert ráð fyrir að fólkið verði látið laust í dag þar sem rannsókn málsins hefur miðað mjög vel. Innlent 15.12.2011 22:22 Ekki niðurlæging að fá mat í poka Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Jólin eru annasamasti tíminn hjá hjálparsamtökum eins og Mæðrastyrksnefnd, og jólaúthlutunin er í undirbúningi allt árið um kring. Innlent 15.12.2011 22:23 Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Innlent 15.12.2011 22:23 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 334 ›
Skorinn með flösku á hálsi Ráðist var á mann á dansleik á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki annan dag jóla, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. Innlent 28.12.2011 21:49
Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Viðskipti erlent 28.12.2011 21:48
Látnir lausir úr gæsluvarðhaldi Þrír menn, sem setið hafa í varðhaldi í Svíþjóð grunaðir um að hafa ætlað að myrða teiknara, voru látnir lausir í gær. Erlent 28.12.2011 21:49
Danir sáttir við kóngafólkið sitt Mikill meirihluti Dana er hlynntur því að landið verði áfram konungsríki. Könnun sem sagt er frá í Politiken leiðir í ljós að 77 prósent segjast fylgjandi núverandi stjórnarfyrirkomulagi, en aðeins sextán prósent eru fylgjandi því að landið verði lýðveldi. Erlent 28.12.2011 21:49
Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. Innlent 27.12.2011 22:29
Langflest afbrot hér á landi tengd áfengi og fíkniefnum Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Innlent 27.12.2011 22:29
Landsvirkjun endurnýjar veltulán Landsvirkjun hefur skrifað undir samning um nýtt sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði, hið fyrsta sem opinbert íslenskt fyrirtæki gerir frá bankahruni. Innlent 27.12.2011 22:29
Hækka um tugi þúsunda á ári Leikskólagjöld hjá öllum stærstu sveitarfélögum landsins hækka um tvö til þrjú þúsund krónur á mánuði um áramótin. Hækkunin nemur tugum þúsunda hjá foreldrum á ársgrundvelli. Innlent 27.12.2011 22:29
Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti "Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp,“ segir Hrafnkell Á. Innlent 27.12.2011 22:29
Ekki þörf á byssum fyrir löggur LöggæslaÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki telja þörf á því að lögreglumenn hafi almennari aðgang að skotvopnum en nú er. Innlent 27.12.2011 22:29
Byggja félagsmiðstöð í Spönginni Verja á 650 milljónum króna í byggingu nýrrar félagsmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi. Þar munu þjóðkirkjan og hjúkrunarheimilið Eir meðal annarra hafa aðstöðu. Innlent 27.12.2011 22:29
Óásættanlegt að leyfi hafi verið veitt Hópur fólks og félaga sem eru andvíg því að erfðabreytt bygg verði ræktað í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að beita sér fyrir því að leyfi til ræktunarinnar verði afturkallað. Innlent 27.12.2011 22:29
Stjórnarherinn farinn frá Homs Sýrlandsstjórn kallaði herlið sitt frá borginni Homs í gær þegar fyrstu eftirlitssveitirnar frá Arababandalaginu voru komnar til landsins. Erlent 27.12.2011 22:30
Opið öllum en nýtist hernum Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Erlent 27.12.2011 22:29
Gæti reynst Pútín erfiður mótherji Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Erlent 27.12.2011 22:29
Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. Lífið 15.12.2011 21:33
Seldu fjarskiptabúnað ríkisins Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Viðskipti erlent 15.12.2011 22:23
Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Innlent 15.12.2011 22:23
Vildi fitna en gat það ekki Leonardo DiCaprio óskaði þess að hann gæti fitnað hraðar þegar hann var við tökur á mynd um stofnanda FBI-leynilögreglunnar, J. Edgar Hoover. Lífið 15.12.2011 21:34
Leita stuðnings við afturköllun ákæru Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Innlent 15.12.2011 22:23
Ung lögga fékk heiðurverðlaun „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það er nú ekki svo oft sem okkur er hrósað og sjálfur lít ég á aðstoð lögreglunnar við borgarana sem sjálfsagðan hlut,“ segir lögreglumaðurinn Jóhann Birkir Guðmundsson sem í fyrradag hlaut heiðursverðlaun Stúdentaráðs. Innlent 15.12.2011 22:22
Eyddu hálfum milljarði á hátíðinni Erlendir ferðamenn sem sóttu Iceland Airwaves-hátíðina heim eyddu 450 milljónum króna meðan á hátíðinni stóð. Þetta kemur fram í könnun á hagrænum áhrifum komu gesta hátíðarinnar hingað til lands, sem unnin er á vegum Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar. Iceland Airwaves stóð yfir dagana 31. október til 4. nóvember. Innlent 15.12.2011 22:22
Buðu Íslandi aðeins 6,5% makrílkvótans Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 15.12.2011 22:23
Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. Viðskipti innlent 15.12.2011 22:23
Óvíst með hvít jól í Reykjavík Óvíst er hvort jólin verði hvít í höfuðborginni. Næsta vika verður umhleypingasamari í veðri en undanfarið, þá sér í lagi sunnanlands. Innlent 15.12.2011 22:22
Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Erlent 15.12.2011 22:23
Glassúr og púðursykur reyndust of létt Nettóþyngd Kötlu púðursykurs og glassúrs frá Kötlu eru undir leyfilegum mörkum sé miðað við merkingar á vörunum. Glassúrinn er að meðaltali um 30 prósentum undir nettóþyngd, vegur að meðaltali um 103 grömm, en samkvæmt pakkningu á varan að vega 150 grömm. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Neytendastofu á þyngd sex vörutegunda sem notaðar eru í bakstur. Innlent 15.12.2011 22:22
Par með hundruð gramma kókaíns Par sem var að koma frá Spáni í byrjun vikunnar reyndist vera með kókaín falið innvortis. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald fram á mánudag, en jafnvel er gert ráð fyrir að fólkið verði látið laust í dag þar sem rannsókn málsins hefur miðað mjög vel. Innlent 15.12.2011 22:22
Ekki niðurlæging að fá mat í poka Við viljum helst sjá bros á þeim sem fara frá okkur og reynum að miða við það,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Jólin eru annasamasti tíminn hjá hjálparsamtökum eins og Mæðrastyrksnefnd, og jólaúthlutunin er í undirbúningi allt árið um kring. Innlent 15.12.2011 22:23
Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Innlent 15.12.2011 22:23