Fréttir

Fréttamynd

Saurmengun í Elliðavatni

Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli.

Innlent
Fréttamynd

Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar

Allar fasteignir Línu Jia, sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, eru skráðar á 26 ára dóttur hennar. Ein fasteignin er 410 fermetra hús. Ung kínversk stúlka sakaði Línu um að hafa selt sig í vændi árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Skulda Isavia tugi milljóna króna

Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskum unglingum gengur best í ritun

Íslenskir tíundu bekkingar stóðu sig best í ensku á samræmdu prófunum í ár. Lakastar voru einkunnir þeirra í íslensku. Í einstökum hlutum prófa var meðaleinkunnin hæst í íslenskri ritun.

Innlent
Fréttamynd

Rúmur helmingur í iðnað og stóriðju

Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip ekki á neinu útsöluverði

Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til 300.000 tonna kvóta

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2012/2013 verði samtals 300 þúsund tonn. Heildarkvótinn á síðustu vertíð varð 765 þúsund tonn.

Innlent
Fréttamynd

Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla

Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag.

Erlent
Fréttamynd

Listaverk prýði frystigeymsluna

HB Grandi þarf að fá Samband íslenskra myndlistarmanna til að annast samkeppni um listskreytingu vegna úthlutunar lóðar fyrir frystigeymslu á athafnasvæði fyrirtækisins við gömlu höfnina í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn

Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal.

Innlent
Fréttamynd

Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá

Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir.

Innlent
Fréttamynd

Lýsing boðuð á fund nefndar

Forsvarsmenn Lýsingar hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Eins og komið hefur fram telur fjármögnunarfyrirtækið að gengislánadómur Hæstaréttar eigi ekki við um lánasafn sitt og tilkynnti í framhaldinu að ekki yrði ráðist í endurútreikninga.

Innlent
Fréttamynd

Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast þróun á starfsaðstæðum

Hjúkrunarráð Landspítala segir að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hafi haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og hafi dregið úr tækifærum þeirra til að vinna að verkefnum sem tengjast faglegum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

200 bíða eftir afeitrun á Vogi

Um 200 manns bíða þess að komast í afeitrun á Vogi og í meðferðarúrræði að því loknu. Þetta kemur fram í pistli sem Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, skrifar á heimasíðu félagsins. Hann vill láta stytta biðlistana.

Innlent
Fréttamynd

Alda atvinnulausra á leið á fjárhagsaðstoð

Reykjavíkurborg vill að ríkið bæti sveitarfélögum upp þá útgjaldaaukningu til fjárhagsaðstoðar sem þau hafa tekið á sig frá 2008 vegna fólks sem misst hefur atvinnuna og rétt til atvinnuleysisbóta.

Innlent
Fréttamynd

Um 180.000 börn slasast á ári

Árlega slasast um 180 þúsund börn innan Evrópusambandsins af völdum aðkeyptra vara. Nú hefur í fyrsta sinn verið opnað alþjóðlegt vefsetur á vegum OECD sem tekur saman í sameiginlegan gagnagrunn innkallaðar vörur á heimsmarkaði og ástæður innköllunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Samstarf á sviði náttúruvísinda

Forsvarsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ) undirrituðu samkomulag um víðtækt samstarf á mánudag. Í því felst að NÍ muni veita NMÍ greiðan aðgang að safnkosti sínum vegna sýninga og annarrar starfsemi og að samvinna verði um söfnun, skráningu, rannsóknir og fræðslu.

Innlent
Fréttamynd

Reiðvegir út úr umferðarlögum

Hestamenn eru óánægðir með að í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki skilgreining á reiðvegum. Send hefur verið hvatning meðal hestamanna um að mótmæla þessu við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Navalní hreppti fyrsta sætið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur óspart hæðst að og gert lítið úr stjórnarandstæðingum, sem eiga ekki sæti á þingi en hafa hvað eftir annað efnt til fjölmennra mótmælafunda gegn honum í Moskvu og víðar um land.

Erlent
Fréttamynd

Enn munar mjóu á frambjóðendunum

Þeir Barack Obama og Mitt Romney þurfa að leggja hart að sér til að ná eyrum óákveðinna kjósenda á miðjunni þær tvær vikur sem eftir eru fram að forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Átökum að linna í Beirút

Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Byggingin frekar sögufölsun en tilgátuhús

Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður húsafriðunarnefndar, gagnrýnir allan málatilbúnað við byggingu Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2011.

Innlent
Fréttamynd

Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði

„Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig,“ segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins.

Innlent
Fréttamynd

Flúor ekki yfir hámörkum

Upplýsingar frá Alcoa Fjarðaáli til Matvælastofnunar sýna að magn flúors í heyi í Reyðarfirði var í öllum tilfellum undir hámarksgildum. Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi kýr.

Innlent