Saurmengun í Elliðavatni 25. október 2012 07:00 Elliðavatn. Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Fréttir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá
Fréttir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira