Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Niður­staða í máli Garð­yrkju­skólans á Reykjum

Málefni Garðyrkjuskólans á Reykjum hafa heldur betur verið milli tannanna á fólki síðastliðnar vikur og mánuði. Ýmsir aðilar kepptust um að fullyrða um að ekkert væri viðhafst innan ríkisstjórnarinnar og spjótum beint að Framsókn.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum upp atvinnulífskjarna í Reykjanesbæ

Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“

Skoðun
Fréttamynd

Við erum búin að borga, hvar eru innviðirnir okkar?

Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Dundar sér við stórt fiskabúr

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Viljum við ekki öll eldast?

Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Varð­veitum söguna

Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum fötluðum á­heyrn í Bæjar­stjórn Hafnar­fjarðar!

Málefni fatlaðra og þjónustuskyldur sveitafélaga.Það er yfirleitt ekki ágreiningur um hvort sveitarfélög eigi að sinna félagslegum lögboðnum skyldum sínum en hitt er annað mál að oft greinir ráðamönnum á með hvaða hætti og að hve miklu leyti sveitarfélögum ber að sinna þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ferðar­stjórnun með gervi­greind

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Ný nálgun á mál­efni Suður­fjarðar­vegar

Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku.

Skoðun
Fréttamynd

Jóhanna til aðstoðar Lilju

Jóhanna Hreiðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, og hefur þegar hafið störf.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­flokkurinn snið­gengur börn af er­lendum upp­runa í borginni

Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki boð­legt

Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Með fjölskyldur í Fjarðabyggð í fyrirrúmi

Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Þessi dagur hefur í gegnum tíðina verið helgaður börnum og fjölskyldum, löngum verið mikill hátíðisdagur og markar að mörgu leyti nýtt upphaf þegar drungi og kuldi vetursins byrjar að víkja fyrir birtu og yl sumarsins. Það er því er ekki úr vegi nú í upphafi sumars, og lok kjörtímabils, að horfa yfir farinn veg og skoða aðeins það sem hefur áunnist á síðustu fjórum árum í málefnum fjölskyldna í Fjarðabyggð.

Skoðun
Fréttamynd

Magnea Gná nýr for­maður Ung Fram­sókn í Reykja­vík

Magnea Gná Jóhannsdóttir var kjörin formaður Ung Framsókn í Reykjavík á aðalfundi félagsins í dag. Magnea tekur við embættinu af Írisi Evu Gísladóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýkjörinn formaður gegnir 3. sæti á lista Framsóknar í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir fólkið, fyrst og fremst

Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn sé boð­beri breytinga og til í að flug­völlurinn fari

„Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst.

Innlent