
Skák

Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák
Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins halda tónleika á föstudaginn til styrktar leikskólabörnum sem eru á leið á Evrópumeistaramótið í skák í vor.

Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris
Kaupum bandarísks fjárfestis á taflborði og skákmunum af íslenskum auðmanni árið 2012 hefur verið rift. Bandaríkjamaðurinn taldi sig hafa keypt taflborð sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu í einvígi aldarinnar árið 1972.

Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu
Rússneski skákmeistarinn Boris Spasskí var jarðsettur með viðhöfn í Moskvu í vikunni í kirkjugarði þar sem margar af hetjum Rússlands og Sovétríkjanna hvíla. Útförin var gerð frá höfuðkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Telur að reyna ætti að fá Spasskí
Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi.

Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman
„Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“

Boris Spassky er látinn
Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó.

Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar
Gallabuxnamálið fór líklega ekki framhjá mörgum um áramótin þegar einn besti skákmaður heims klæddi sig ekki við hæfi á heimsmeistaramótinu í hraðskák í New York.

Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans
Freestyle Chess er nýjasta mótaröðin í skákheiminum og einn að aðalmönnunum á bak við hana er norski stórmeistarinn Magnus Carlsen.

Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl
Skákmaðurinn Nodirbek Yakubboev kom sér í slæmu heimsfréttirnar á dögunum þegar hann neitað að taka í hendina á skákkonu fyrir viðureign þeirra.

Lengja bann í tólf ár: Sendi skákkonu notaðan smokk í pósti
Andrejs Strebkovs áreitti sænsku skákkonuna Önnu Cramling en hún var ekki sú eina. Nú hefur lettneski skákmeistarinn verið dæmdur í tólf ára bann af Alþjóða skáksambandinu fyrir framkomu sína við skákkonur.

Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar
Fjölmennt var í níræðisafmæli skákgoðsagnarinnar Friðriks Ólafssonar í Hörpu í dag. Ýmsir skákmeistarar létu sjá sig semog núverandi seðlabankastjóri.

Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður
Friðrik Ólafsson, einn áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar verður heiðraður í Hörpu í dag á níræðisafmælisdaginn. Forseti Skáksambands Íslands segir Friðriki að þakka að skákin sé jafn vinsæl á Íslandi og raun ber vitni.

„Já, líklega hef ég verið undrabarn“
„Mér þætti vænt um ef flestir sjái sér fært að eiga þetta síðdegisboð með mér. Ég reiknaði aldrei með því að verða svona gamall. En það er gaman að líta yfir ævina. Og vera ekki alveg úti á þekju,“ segir Friðrik Ólafsson stórmeistari og lögfræðingur.

Gæti mætt mömmu sinni á EM
Það gæti verið boðið upp á mjög athyglisverða viðureign á næsta Evrópumóti kvenna í skák.

Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu
Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær.

Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen
Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli.

Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“
Atburðarás síðustu daga hefur kynt enn undir hatrinu á milli skákmannanna Magnusar Carlsen og Hans Niemann sem segir Carlsen þverbrjóta reglur og vefja Alþjóðaskáksambandinu, FIDE, um fingur sér.

Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“
Norðmaðurinn Magnus Carlsen og Rússinn Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, eru báðir heimsmeistarar í hraðskák 2024. Carlsen og Nepo ákváðu að deila heimsmeistaratitlinum eftir að hafa spilað þrjár skákir í bráðabana sem enduðu allar með jafntefli.

Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum
Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag.

Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með
Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum.

Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu
Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs í NBA-deildinni, átti stund milli stríða í dag og nýtti hana til að tefla við fólk úti á götu í New York.

Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti
Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák.

Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák
Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák.

Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast
Strákarnir í Chess After Dark standa fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fer fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mætast þar.

Leggja niður störf og föst laun stórmeistara
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Markmiðið með reglugerðinni er að búa afreksskákmönnum og efnilegum skákmönnum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák.

Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka
Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað.

Stórmeistara vísað úr móti fyrir að nota símann sinn
Einn af sjötíu bestu skákmeisturum heims varð uppvís að því að svindla í alþjóðlegu skákmóti á Spáni.

Gríðarlegar sviptingar á undanmóti Íslandsmótsins í netskák
Skákmennirnir Dagur Arngrímsson, Guðmundur Gíslason og Símon Þórhallsson höfnuðu í gærkvöld í þremur efstu sætum undankeppninnar fyrir Íslandsmótið í netskák og fylla því flokk 16 keppenda á útsláttarmótinu en 13 keppendum hafði áður verið boðið til leiks.

Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu
Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi.

Íslendingar byrja vel á heimsmeistaramóti öldunga í skák
Heimsmeistaramót landsliða öldunga í skák fer fram þessa dagana í Kraká í Póllandi og lið Íslands er í öðru sæti með sjö stig af átta mögulegum eftir fjórar umferðir af níu. Í dag fer fram viðureign íslenska liðsins og þess ítalska sem leiðir á mótinu með átta stig af átta mögulegum.