Kauphöllin Forstjóri Kviku: „Við erum rétt að byrja“ „Kvika hefur stækkað úr litlu félagi upp í eitt af stærstu félögum landsins. Þrátt fyrir það er markaðshlutdeild okkar lítil víða. Félagið er fjárhagslega sterkt og tækifærin til þess að auka samkeppni eru víða. Við erum rétt að byrja,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Innherji 16.11.2021 09:46 Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.11.2021 22:07 Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 9.11.2021 16:42 5,5 milljarða hagnaður Regins Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 4.11.2021 18:44 Tekjur Sýnar hækkuðu um rúmar 470 milljónir milli ára Tekjur Sýnar námu 5.533 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 471 milljón króna milli ára. Tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins voru 15.822 milljónir króna sem er 2,2 prósenta aukning frá sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 3.11.2021 16:23 Heimila samruna Marels og Völku Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum. Viðskipti innlent 29.10.2021 11:35 Bankarnir þrír högnuðust um sextíu milljarða Sé hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja hér á landi fyrir fyrstu níu mánuði ársins lagður saman nemur hann rétt rúmlega 60 milljörðum króna. Viðskipti innlent 29.10.2021 09:06 Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 28.10.2021 12:35 Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 27.10.2021 17:54 Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Viðskipti innlent 26.10.2021 20:39 ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Viðskipti innlent 25.10.2021 13:20 Origo hagnaðist um 365 milljónir Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 21.10.2021 18:31 Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20.10.2021 20:00 Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. Viðskipti innlent 20.10.2021 19:09 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. Viðskipti innlent 18.10.2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:52 Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Viðskipti innlent 1.10.2021 19:01 Hafa lokið fjármögnun Boeing 737 MAX flugvéla félagsins Icelandair hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX flugvéla. Viðskipti innlent 1.10.2021 09:41 Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Viðskipti innlent 27.9.2021 12:40 Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi. Viðskipti innlent 27.9.2021 10:39 Kemur ný inn í stjórn Kauphallarinnar Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur verið kjörin ný í stjórn Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland. Viðskipti 23.9.2021 20:19 Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Viðskipti innlent 20.9.2021 11:52 Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. Viðskipti innlent 17.9.2021 21:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. Innlent 17.9.2021 18:16 Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. Viðskipti innlent 17.9.2021 11:23 Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. Viðskipti innlent 16.9.2021 20:42 Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:39 Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. Viðskipti innlent 9.9.2021 11:36 Tekur við starfi markaðsstjóra Klappa Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir hefur ráðið Láru Sigríði Lýðsdóttur í stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.9.2021 09:34 Bein útsending: Forstjóri Kauphallarinnar kynnir sér Marel Hversu vel þekkirðu vaxtarfyrirtækið Marel, sögu þess og starfsemi? Vísir í samstarfi við Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin) býður upp á opið streymi frá spjalli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel og Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Nasdaq Iceland klukkan 12 þann 7. september. Viðskipti innlent 7.9.2021 11:31 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 79 ›
Forstjóri Kviku: „Við erum rétt að byrja“ „Kvika hefur stækkað úr litlu félagi upp í eitt af stærstu félögum landsins. Þrátt fyrir það er markaðshlutdeild okkar lítil víða. Félagið er fjárhagslega sterkt og tækifærin til þess að auka samkeppni eru víða. Við erum rétt að byrja,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Innherji 16.11.2021 09:46
Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.11.2021 22:07
Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 9.11.2021 16:42
5,5 milljarða hagnaður Regins Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 4.11.2021 18:44
Tekjur Sýnar hækkuðu um rúmar 470 milljónir milli ára Tekjur Sýnar námu 5.533 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 471 milljón króna milli ára. Tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins voru 15.822 milljónir króna sem er 2,2 prósenta aukning frá sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 3.11.2021 16:23
Heimila samruna Marels og Völku Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum. Viðskipti innlent 29.10.2021 11:35
Bankarnir þrír högnuðust um sextíu milljarða Sé hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja hér á landi fyrir fyrstu níu mánuði ársins lagður saman nemur hann rétt rúmlega 60 milljörðum króna. Viðskipti innlent 29.10.2021 09:06
Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 28.10.2021 12:35
Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 27.10.2021 17:54
Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Viðskipti innlent 26.10.2021 20:39
ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Viðskipti innlent 25.10.2021 13:20
Origo hagnaðist um 365 milljónir Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 21.10.2021 18:31
Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20.10.2021 20:00
Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. Viðskipti innlent 20.10.2021 19:09
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. Viðskipti innlent 18.10.2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Viðskipti innlent 18.10.2021 11:52
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Viðskipti innlent 1.10.2021 19:01
Hafa lokið fjármögnun Boeing 737 MAX flugvéla félagsins Icelandair hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX flugvéla. Viðskipti innlent 1.10.2021 09:41
Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Viðskipti innlent 27.9.2021 12:40
Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi. Viðskipti innlent 27.9.2021 10:39
Kemur ný inn í stjórn Kauphallarinnar Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur verið kjörin ný í stjórn Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland. Viðskipti 23.9.2021 20:19
Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Viðskipti innlent 20.9.2021 11:52
Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. Viðskipti innlent 17.9.2021 21:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. Innlent 17.9.2021 18:16
Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. Viðskipti innlent 17.9.2021 11:23
Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. Viðskipti innlent 16.9.2021 20:42
Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:39
Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. Viðskipti innlent 9.9.2021 11:36
Tekur við starfi markaðsstjóra Klappa Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir hefur ráðið Láru Sigríði Lýðsdóttur í stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.9.2021 09:34
Bein útsending: Forstjóri Kauphallarinnar kynnir sér Marel Hversu vel þekkirðu vaxtarfyrirtækið Marel, sögu þess og starfsemi? Vísir í samstarfi við Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin) býður upp á opið streymi frá spjalli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel og Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Nasdaq Iceland klukkan 12 þann 7. september. Viðskipti innlent 7.9.2021 11:31