Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2021 11:52 Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur verið naumt í aðdraganda kosninganna. Vísir/Vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis. Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis.
Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira