Vísindi

Fréttamynd

Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19

Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks

Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er.

Innlent
Fréttamynd

„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans

Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast.

Erlent
Fréttamynd

Faraldurinn raskar veðurathugunum í háloftunum

Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig á spori viðsjálla svarthola

Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til.

Erlent
Fréttamynd

Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa

Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman.

Erlent
Fréttamynd

Regnskógur gæti breyst úr kolefnisforða í uppsprettu

Í stað þess að takmarka loftslagsbreytingar af völdum manna gætu regnskógar heims byrjað að magna upp vandann á næstu áratugum. Afleiðingar hnattrænnar hlýnunar koma niður á getu skóganna til að binda kolefni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því.

Innlent