Sýrland

Fréttamynd

Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja

Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé tekið gildi í Idlib

Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan og Pútín funda í Moskvu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma.

Erlent
Fréttamynd

Átökin koma sérstaklega niður á börnum

Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla.

Erlent
Fréttamynd

Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan hótar stjórnarher Assad

Tyrkir munu gera árásir á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, víðsvegar um Sýrland, verði tyrkneskir hermenn fyrir frekari árásum í Idlib-héraði í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Pútín heimsótti Sýrland og hitti Assad

Þetta er í annað skiptið sem forseti Rússlands heimsækir Sýrland þar sem rússneskir hermenn hafa tekið þátt í borgarastríðinu til að styðja Assad forseta frá árinu 2015.

Erlent
Fréttamynd

Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma

Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvofandi vatnsskortur í norðaustur Sýrlandi

Óvirk vatnsdælustöð fyrir 400 þúsund íbúa í Sýrlandi veldur Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) þungum áhyggjum. Í byrjun nóvember dreifði Rauði krossinn samtals 460 þúsund lítrum af drykkjarvatni. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins.

Kynningar