
Ungfrú Ísland

Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna
„Mín mesta áskorun var örugglega að komast í gegnum unglingsárin þar sem ég var alltaf að bera mig saman við aðrar stelpur sem ýtti undir mjög mikla andlega vanlíðan,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir

Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu
„Frá því ég var lítil hefur mig alltaf langað að hafa einhvers konar áhrif á mína kynslóð og þau sem eru jafnvel yngri en ég, en ég hreinlega vissi ekki hvernig mér gæti tekist að gera það,“ segir Sasini Hansika Inga Amarajeewa, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða kjörin næsta Ungfrú Ísland.

Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví
„Mig hefur lengi dreymt um módelstörf og hef alltaf verið svolítil prinsessa, og þegar ég kynntist kærustu bróður míns, sem var þá að ljúka við ferlið, opnaði það augun mín fyrir keppninni,“ segir Heiður Sara Arnardóttir, spurð hvað hafi vakið áhuga hennar á keppninni um Ungfrú Ísland.

„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“
„Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir.

Dreymir um að verða rithöfundur
„Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum
„Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir.

Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs
„Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025
Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna.

Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu
„Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland.

Elle Woods er fyrirmyndin
„Stærsta vandamál minnar kynslóðar er klárlega umhverfismálin og aukning á gróðurhúsaloftegundum. Það þarf að halda áfram að vekja athygli á þessu og tala um þetta, en líka standa saman og reyna okkar besta að kaupa íslenskar matvælavörur, nota endurnýjanlega orku og minnka neyslu,“ segir Karólína Lilja Guðlaugsdóttir, spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir.

„Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“
Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess, segir Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí
„Ég og mín kynslóð eyðum of miklum tíma á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir að horfa og pæla í hlutunum í kringum okkur. Því miður er ekkert mikið hægt að gera í þessu vandamáli nema að hvetja mína kynslóð að finna sér eitthvað áhugamál,“ segir hin átján ára Lilja Rós Friðbergsdóttir, aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

Eftirminnilegast að hitta Loreen
„Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum.

Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland
Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn.

Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar
„Ég hef brennandi áhuga á Íslandi og hef alltaf langað að keppa fyrir hönd Íslands og auðvitað að upplifa keppnina sjálfa, “segir Katla María Riley, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest
„Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum.

Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna
„Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu.

Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur
„Það væri mér mikill heiður að keppa erlendis fyrir hönd Íslands og ómetanleg reynsla. Ég myndi einnig nýta tækifærið til að vekja athygli á þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg,“ segir Guðrún Eva Hauksdóttir aðspurð af hverju hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“
„Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“
„Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir.

„Samband okkar hefur alltaf verið flókið“
„Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt
„Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland.

Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd
Anna Lára Orlowska, fyrrum Ungfrú Íslands, og Svavar Sigmundsson handboltaþjálfari hjá KA, eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 5. október síðastliðinn. Í heiminn kom lítil stúlka sem hefur verið fengið nafnið Adriana Eva.

Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára.

Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth
Hrafnhildur Haraldsdóttir var valin sem ungfrú jarðloft (e. Miss Earth - Air) í gær og hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fór fram í Manila í Filippseyjum. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022, aðeins átján ára gömul, og keppti fyrir Íslands hönd í gærkvöldi.

Stuðningur fjölskyldunnar ekki sjálfsagður
Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur.

Dreymir um að eiga Range Rover
„Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum.

Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys
„Ég fæ mikið af spurningum hvernig ég held mér svona unglegri. Margir halda að það sé með bótox eða fylliefni, þar sem ég er með mjög slétta og fína húð,“ segir Dísa Dungal heilsu- og íþróttafræðingur. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og hefur starfað sem fyrirsæti undanfarin ár.

Stefnir hærra
Guðrún Sigurbjörnsdóttir, fegurðardrottning og flugfreyja, keppir fyrir Íslands hönds í Miss Planet International 2024 sem fer fram í Kambódíu í nóvember næstkomandi.

Anna Lára og Svavar eiga von á barni
Anna Lára Orlowska, fyrrum Ungfrú Íslands, og Svavar Sigmundsson handboltaþjálfari, eiga von á sínu fyrsta barni saman.