
Landhelgisgæslan

Skipið virðist hafa siglt óhefðbundna leið
Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best.

Skip strandaði á Húnaflóa
Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.

Líta mál skipsins alvarlegum augum
Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt.

Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt.

Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður
Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands.

Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar
Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan göngumann á Mýrar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slasaðs göngumanns á Mýrum í Borgarfirði. Göngumaðurinn var sóttur og hefur verið fluttur á spítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur
Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar gerðar út frá Akureyri og Reykjavík næstu daga
Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar verður til taks á Akureyri fram á föstudag. Þangað hélt þyrlusveitin síðdegis og mun hafa aðsetur fyrir norðan ásamt lækni.

Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna
Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum.

Tveimur fjallgöngumönnum bjargað á Hamragarðaheiði
Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns.

Fluttu ólétta konu yfir á Egilsstaði
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið á ellefta tímanum í morgun og fór austur á land vegna snjóflóðanna sem féllu þar í morgun. Í kvöld flutti þyrlan svo ólétta konu frá Neskaupstað og yfir á Egilsstaði. Gert er ráð fyrir því að þyrlan verði fyrir austan í nótt.

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Þyrlan í öðru verkefni og gat ekki náð í vélsleðamanninn
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í notkun í öðru verkefni og komst því ekki að sækja vélsleðamann sem slasaðist við Gimbrarhnjúk í Göngustaðadal í Svarfaðardal í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning klukkan 15:30 og komu sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn til aðstoðar.

Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út í þriðja sinn í dag vegna vélsleðaslyss sem varð á Gimbrahnjúk, vestan við Dalvík um hálf fimmleytið í dag. Um er að ræða þriðja útkall þyrlunnar í dag sem telst óvenjumikið.

Þyrlan aftur kölluð til vegna vélséðaslyss á Langjökli
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir klukkan þrjú í dag vegna vélsleðaslyss á Jarlhettum, suður af Langjökli.

Fluttur með þyrlu gæslunnar eftir alvarlegt fjórhjólaslys
Alvarlegt fjórhjólaslys varð við Hlöðuvallaveg undir Langjökli í morgun. Einn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hefði verið betra að fá þyrluna
Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær.

Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym
Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall.

Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu
Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað.

Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu
Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag.

Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun.

Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn
Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslu Íslands eru um þessar mundir að þjálfa úkraínska hermenn í Litáen. Það er liður í samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen en litáískir, norskir, sænskir og íslenskir sprengjusérfræðingar koma að þjálfuninni.

Tveir fluttir slasaðir eftir snjóflóðið
Snjóflóð féll í fjallshlíð suður af Ólafsfirði á fyrsta tímanum í dag með þeim afleiðingum að tveir úr hópi skíðafólks slösuðust. Björgunarsveitir eru mættar á vettvang ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Sóttu slasaðan fjórhjólamann
Síðdegis í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fjórhjólamanns sem slasast hafði við fjallið Strút á Mælifellssandi.

Segir mönnunarvanda feluorð yfir vanfjármögnun: „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, telur þyrlur landhelgisgæslunnar ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og hefur áhyggjur af viðbragðsgetu þeirra. Hann telur að þrátt fyrir að á síðustu árum hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi ferlið ekki þróast í rétta átt hvorki með tilliti til mönnunar né tækjabúnaðar.

Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum
Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur.

Umfangsmikið útkall vegna manns sem fannst svo á röltinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker.

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun
Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Meint olía reyndist loðna
Í reglubundnu eftirlitsflugi í vikunni varð þyrlusveit Landhelgisgæslunnar vör við flekki sem í fyrstu sýn virtust vera olíuflekkir. Við nánari skoðun kom í ljós að um loðnutorfur var að öllum líkindum að ræða.