Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 21:49 Benedikt Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni. Vísir/Steingrímur Dúi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir stöðuna í Svartsengi sambærilega við það sem var eftir kvikuinnskotið 11. nóvember annars vegar og eldgosið 18. desember hins vegar. Litlar ályktanir sé þó hægt að draga af landrisinu. „Við erum svona meira að horfa kannski á rúmmálið sem er að flæða inn, og nú er það bara rétt að byrja aftur. En það er alveg rétt, menn eru að horfa á stöðuna við Svartsengi og hún seig ekkert núna þegar þetta gos kom. Þess vegna fór hún ekkert niður, þannig að hún er í hæstu stöðu og heldur bara áfram að rísa,“ segir Benedikt. Á sama tíma hafi hægt á landsigi í Grindavík, sem sé raunar að snúast við, vegna áhrifa frá Svartsengi. Kortleggja sprungur með dróna Að undanförnu hefur borið á því að jörðin hreinlega opnist í Grindavík, en Benedikt segir um að ræða sprungur sem hafi myndast í undanförnum jarðhræringum. „Þetta eru ekki beinlínist sprungur sem eru ennþá að hreyfast mikið, heldur er það jarðvegurinn ofan á þeim sem er að skolast til.“ Búast megi við því að slíkt haldi áfram að gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Á næstu dögum mun hópur sérfræðinga erlendis frá koma til með að kortleggja sprungurnar með svokölluðum jarðsjárdróna. „Þetta er undir vegum og alls konar, og menn þurfa að geta farið um með öruggum hætti án þess að eiga á hættu að það pompi eitthvað undan þeim.“ Þyrlan kölluð út Rafmagn fór af Grindavík á fjórða tímanum í nótt þegar stofnstrengur sem nú liggur undir hrauni gaf sig. Við tók vinna þar sem starfsfólk HS Veitna í samstarfi við Landhelgisgæsluna lagði línu yfir 300 metra hraunbreiðu, en þyrla gæslunnar var meðal annars notuð til verksins. Vonir standa til að straumur verði kominn á línuna í fyrramálið, en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur boðað að aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindavík verði kynntar á morgun. „Skilaboðin til Grindvíkinga eru bara skýr: Við ráðum við þetta, og við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Landhelgisgæslan Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira