Stjórnsýsla

Fréttamynd

Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurður fjárframlaga til jöfnunarsjóðs hljóti að vera mistök

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að hugmyndir ríkisins um skerðingu fjármagns til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Fjármálaráðherra ætli að minnka framlög til sjóðsins um ríflega þrjá milljarða króna á næstu tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE

Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn.

Innlent
Fréttamynd

Gæslan gerir þyrlusamning

Landhelgisgæslan hefur samið við fyrirtækið Safran Helicopter Engines í Þýskalandi um að þjónusta tvær Super Puma H225 þyrlur sem væntanlegar eru til landsins á leigu frá norska fyrirtækinu Knut Axel Ugland Holding AS.

Innlent
Fréttamynd

Vandræðalega upphlaupið var réttmætt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að fundarboð í samgöngu- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar í ágúst í fyrra hafi verið gallað.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað

Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur

Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin semur við Sigurð Áss um starfslok

Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar. Gert hefur verið samkomulag við Sigurð um starfslok en hans síðasti vinnudagur hjá Vegagerðinni var í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál

Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið endurgreiði sektir

Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafna uppbyggingu á Granda

Skipulagsfulltrúi hafnar breytingum á deiliskipulagi sem gera myndu kleift að byggja yfir 40 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði aftan við gömlu verbúðirnar á Grandagarði. Finnur fyrir þrýstingi á breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Sækja tjón sitt vegna friðunar

Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Framkvæmdaaðili á Landsímareitnum telur sig þó hafa orðið fyrir tjóni og hyggst leita réttar síns. Óvissu létt segir Dagur B.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís kærir kosningarnar

Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018.

Innlent
Fréttamynd

Vanþekking á lögum orsök brotsins

Vanþekking á lögum og reglum persónuverndarréttar Reykjavíkur urðu til þess að borgin braut gegn persónuverndarlögum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor. Þá vantaði mikilvægar upplýsingar af hálfu borgarinnar í samskiptum við Persónuvernd (PRS).

Innlent