Dæmdir eiga einnig rétt á bótum vegna hlerana Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 11:25 Almar Möller lögmaður segir til skammar að fórnarlömb hlerana þurfi að sækja rétt sinn sérstaklega til ríkislögmanns. „Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16