
Kína

Saka lögregluna um að rægja Kínverja
Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum.

43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar
Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun.

Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða
Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu.

Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi
Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins.

„Þessi á drapst á einni nóttu“
Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni.

Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“
Arftaki Dalai Lama mun fæðast utan Kína, í „hinum frjálsa heimi“, segir í nýrri bók andlegs leiðtoga Tíbeta. Í bókinni fjallar hann um samskipti sín við leiðtoga Kína síðustu áratugi.

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt?

Trump frestar tollgjöldum nágrannanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin
Stjórnvöld í Kína segjast munu „berjast til hins síðasta“ við Bandaríkin, hvort sem er í tollastríði eða öðru stríði. Þau segja stjórnvöld vestanhafs hafa misreiknað sig þegar þau ákváðu að hækka tolla á vörur frá Kína.

Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump
Viðbúið er að ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada muni skekja markaði um allan heim. Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag eftir lækkanir vestanhafs í gær.

Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig
Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína.

Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum.

Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind
Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni.

Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum
Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna.

Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína
Póstþjónusta Bandaríkjanna hefur hætt að taka við og dreifa pökkum frá Kína og Hong Kong. Leiða má líkur að því að ákvörðunin muni hafa veruleg áhrif á netverslun.

Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi
Stjórnvöld í Kína hafa tilkynnt að þau hyggist leggja 15 prósent toll á kol og náttúrugas frá Bandaríkjunum og 10 prósent á hráolíu, landbúnaðartæki og sumar bifreiðar.

Hvað gengur Trump til með tollum?
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.

Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar.

Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin.

Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin.

Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT
Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun.

Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk
Nýtt kínverskt gervigreindarmódel veldur miklum usla í Bandaríkjunum og markaðsvirði fyrirtækja hríðfellur vegna þessa. Sérfræðingur í gervigreind segir engan hafa búist við hversu ódýrt var að þjálfa módelið, og hversu gott það er í raun og veru.

Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs
Hlutabréf stórra tæknifyrirtækja hríðféllu í virði í dag eftir að lítið þekkt kínverskt fyrirtæki opinberaði nýja gervigreind í síðustu viku. Fyrirtækið DeepSeek opinberaði mállíkan sem á að standa í hárinu á sambærilegri gervigreind eins og ChatGPT í eigu OpenAI en fyrir brot af kostnaðinum.

MrBeast gerir tilboð í TikTok
YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.

Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni.

Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað
Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir.

Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja.

Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta
Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki.

Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk
Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum.

Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum
Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu.