Kína Hyggjast skima 11 milljónir íbúa Wuhan í kjölfar sjö smita Yfirvöld í Wuhan í Kína ætla að skima alla íbúa borgarinnar fyrir kórónuveirunni eftir að sjö manns greindust þar. BBC fréttastofan segir það vera fyrstu tilfellin sem greinst hafi í Wuhan í rúmt ár en veiran greindist fyrst þar í heiminum seint á árinu 2019. Erlent 3.8.2021 06:45 Tala látinna í Kína er komin í þrjú hundruð Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag að tala látinna í flóðunum sem riðu yfir Henanhérað í júlí væri komin í 302. Þá er minnst fimmtíu enn saknað. Erlent 2.8.2021 18:32 Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wuhan Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking. Erlent 30.7.2021 21:09 Gagnrýninn milljarðamæringur dæmdur í átján ára fangelsi Sun Dawu, kínverskur milljarðamæringur sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld þar í landi, hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi fyrir ýmsar sakir, þar á meðal fyrir að „ýta undir ósætti“. Erlent 29.7.2021 16:08 Varsla Hannesar á víti Messi borgar sig í kínverskum stórauglýsingum Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikstjóri, fékk heilan helling af tilboðum um að leikstýra auglýsingum og fleiri verkefnum frá Kína eftir að auglýsing hans fyrir Coca-Cola var sýnd á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2018. Lífið 27.7.2021 16:01 Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið. Erlent 23.7.2021 10:23 Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku. Erlent 23.7.2021 07:25 Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Erlent 22.7.2021 07:44 Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Erlent 21.7.2021 23:05 Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. Erlent 21.7.2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. Erlent 21.7.2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. Erlent 20.7.2021 23:30 Fingralauss fjallagarps saknað Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína. Erlent 20.7.2021 21:48 Saka kínversk yfirvöld um umfangsmikla tölvuárás á Microsoft Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári. Viðskipti erlent 19.7.2021 20:55 Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 19.7.2021 19:45 Minnst sautján látin eftir að hótel hrundi í Kína Sautján eru látnir hið minnsta eftir að hótel hrundi til grunna í kínversku borginni Suzhou í austurhluta landsins. Hótelið hrundi í fyrradag og eftir þrjátíu og sex tíma starf hefur björgunarsveitum tekist að finna tuttugu og þrjár manneskjur í rústunum og voru sex þeirra á lífi. Erlent 14.7.2021 07:55 Kínverskir feðgar sameinaðir 24 árum eftir að syninum var rænt Guo Gangtang hefur fundið son sinn Guo Xinzhen eftir 24 ára leit. Syninum var rænt fyrir utan fjölskylduheimilið árið 1997 þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Erlent 13.7.2021 23:45 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. Erlent 10.7.2021 23:14 Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. Erlent 9.7.2021 08:36 Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. Erlent 9.7.2021 07:05 Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. Erlent 8.7.2021 13:04 Aðför gerð að hinsegin samfélaginu á WeChat Kínverskir netverjar eru klofnir í afstöðu sinni til nýjasta útspils tæknirisans Tencent, sem á samskiptamiðilinn WeChat. Á þriðjudag var fjölda aðganga hinsegin hópa lokað og öllum gömlum færslum eytt. Erlent 8.7.2021 08:04 Vilja skjóta 23 eldflaugum á smástirni Kínverskir vísindamenn vilja senda 23 Long March 5 eldflaugar, þær öflugustu sem framleiddar eru í Kína, til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að breyta stefnu smástirna. Markmið vísindamannanna er að komast að því hvort hægt væri að bjarga jörðinni með þessum hætti, ef smástirni stefndi á plánetuna okkar. Erlent 7.7.2021 14:03 Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. Erlent 6.7.2021 14:39 Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. Erlent 6.7.2021 11:49 Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. Erlent 1.7.2021 07:37 Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Erlent 30.6.2021 22:30 Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. Erlent 24.6.2021 11:34 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. Erlent 23.6.2021 07:46 Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Erlent 14.6.2021 13:40 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 42 ›
Hyggjast skima 11 milljónir íbúa Wuhan í kjölfar sjö smita Yfirvöld í Wuhan í Kína ætla að skima alla íbúa borgarinnar fyrir kórónuveirunni eftir að sjö manns greindust þar. BBC fréttastofan segir það vera fyrstu tilfellin sem greinst hafi í Wuhan í rúmt ár en veiran greindist fyrst þar í heiminum seint á árinu 2019. Erlent 3.8.2021 06:45
Tala látinna í Kína er komin í þrjú hundruð Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag að tala látinna í flóðunum sem riðu yfir Henanhérað í júlí væri komin í 302. Þá er minnst fimmtíu enn saknað. Erlent 2.8.2021 18:32
Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wuhan Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking. Erlent 30.7.2021 21:09
Gagnrýninn milljarðamæringur dæmdur í átján ára fangelsi Sun Dawu, kínverskur milljarðamæringur sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld þar í landi, hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi fyrir ýmsar sakir, þar á meðal fyrir að „ýta undir ósætti“. Erlent 29.7.2021 16:08
Varsla Hannesar á víti Messi borgar sig í kínverskum stórauglýsingum Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikstjóri, fékk heilan helling af tilboðum um að leikstýra auglýsingum og fleiri verkefnum frá Kína eftir að auglýsing hans fyrir Coca-Cola var sýnd á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2018. Lífið 27.7.2021 16:01
Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið. Erlent 23.7.2021 10:23
Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku. Erlent 23.7.2021 07:25
Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Erlent 22.7.2021 07:44
Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Erlent 21.7.2021 23:05
Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. Erlent 21.7.2021 14:28
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. Erlent 21.7.2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. Erlent 20.7.2021 23:30
Fingralauss fjallagarps saknað Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína. Erlent 20.7.2021 21:48
Saka kínversk yfirvöld um umfangsmikla tölvuárás á Microsoft Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári. Viðskipti erlent 19.7.2021 20:55
Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 19.7.2021 19:45
Minnst sautján látin eftir að hótel hrundi í Kína Sautján eru látnir hið minnsta eftir að hótel hrundi til grunna í kínversku borginni Suzhou í austurhluta landsins. Hótelið hrundi í fyrradag og eftir þrjátíu og sex tíma starf hefur björgunarsveitum tekist að finna tuttugu og þrjár manneskjur í rústunum og voru sex þeirra á lífi. Erlent 14.7.2021 07:55
Kínverskir feðgar sameinaðir 24 árum eftir að syninum var rænt Guo Gangtang hefur fundið son sinn Guo Xinzhen eftir 24 ára leit. Syninum var rænt fyrir utan fjölskylduheimilið árið 1997 þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Erlent 13.7.2021 23:45
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. Erlent 10.7.2021 23:14
Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. Erlent 9.7.2021 08:36
Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. Erlent 9.7.2021 07:05
Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. Erlent 8.7.2021 13:04
Aðför gerð að hinsegin samfélaginu á WeChat Kínverskir netverjar eru klofnir í afstöðu sinni til nýjasta útspils tæknirisans Tencent, sem á samskiptamiðilinn WeChat. Á þriðjudag var fjölda aðganga hinsegin hópa lokað og öllum gömlum færslum eytt. Erlent 8.7.2021 08:04
Vilja skjóta 23 eldflaugum á smástirni Kínverskir vísindamenn vilja senda 23 Long March 5 eldflaugar, þær öflugustu sem framleiddar eru í Kína, til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að breyta stefnu smástirna. Markmið vísindamannanna er að komast að því hvort hægt væri að bjarga jörðinni með þessum hætti, ef smástirni stefndi á plánetuna okkar. Erlent 7.7.2021 14:03
Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. Erlent 6.7.2021 14:39
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. Erlent 6.7.2021 11:49
Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. Erlent 1.7.2021 07:37
Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Erlent 30.6.2021 22:30
Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. Erlent 24.6.2021 11:34
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. Erlent 23.6.2021 07:46
Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Erlent 14.6.2021 13:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent