Kína

Fréttamynd

Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19

Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi

Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Drekinn og örninn

Hvernig sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara annað kvöld þá er augljóst að úrslitin munu eiga mikinn þátt í að móta það tímabil sem tekur við af þessu viðburðarríka ári.

Skoðun
Fréttamynd

Stilla saman strengi sína gegn Kína

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar, umheimurinn og framtíðarstaða Íslands í Víglínunni

Ólafur Ragnar Grímsson á um fjörtíu ára feril að baki á sviði alþjóðastjórnmála og hefur komið ótrúlega víða við. Hann fer yfir þennan litríka feril sem og samskipti sín við erlenda ráðamenn og áhrifafólk sem og einstaka ráðamenn á Íslandi í forsetatíð hans í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Trump á enn bankareikning í Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans.

Erlent
Fréttamynd

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð

Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verjar til liðs við CO­VAX

Kínverjar hafa nú ákveðið að ganga til liðs við COVAX-verkefnið, sem er samstarf þjóða heims um að dreifa væntanlegu bóluefni jafnt á meðal ríkja, óháð efnahag.

Erlent
Fréttamynd

Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar

Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sextán fórust í námuslysi í Kína

Kolmónoxíðeitrun varð sextán kolanámumönnum að bana í suðvestanverðu Kína í dag. Aðeins einn þeirra sem festust í námunni komst lífs af og er hann sagður á sjúkrahúsi.

Erlent