Slökkvilið

Fréttamynd

Harmar að mann­skæðir brunar eigi sér stað reglu­lega

Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið gerði út­tekt á hús­næðinu í apríl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 

Innlent
Fréttamynd

Í lífs­hættu eftir brunann á Funa­höfða

Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag

Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl

Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Allt lið sent á vett­vang vegna elds í potti

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent í Vatnsendahverfið í kvöld vegna óljósrar tilkynningar um eld í fjölbýlishúsi. Um var að ræða eld sem hafði kviknað í potti. Engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í kjallara á Stórhöfða

Eldur kom upp í kjallara iðnaðarhúsnæðis á Stórhöfða í Reykjavík í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynninguna upp úr klukkan fimm og þegar komið var á vettvang sást eldur loga fyrir utan húsið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í fiski­bát við Siglu­fjarðar­höfn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi laust fyrir klukkan eitt í nótt eftir að það kviknaði í fiskibát um 500 metra norður af Siglufjarðarhöfn. Þrír voru um borð í bátnum en engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Hús sprakk í óveðri á Siglufirði

Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið er að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í gærkvöldi reif vindhviða þak af húsi við Aðalgötu.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði á staur í Breið­holti

Fólks­bíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breið­holtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan við­bragðs­aðilar voru á vett­vangi.

Innlent
Fréttamynd

„Þá sprakk bara veggurinn“

Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli.

Innlent
Fréttamynd

Mikill elds­matur á fata­lagernum þar sem eldurinn kom upp

Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum.

Innlent