Slökkvilið

Fréttamynd

Að­gerðum lokið í Straums­vík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Maður fær eigin­lega bara svona í hjartað“

„Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás.

Innlent
Fréttamynd

„Því­lík heppni að ekki hafi farið verr“

Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið betra að fá þyrluna

Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­línur settar upp

Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í þaki skemmu

Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í ís­skáp

Eldur kviknaði í ísskáp á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglan fór á vettvang ásamt slökkviliði í kljölfar þess sem tilkynning um eldinn barst. Eldurinn var farinn að dreifa sér um eldhúsið en slökkviliði tókst að slökkva eldinn. Tæknideild lögreglu mætti einnig á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki tug­milljónir eftir bak­vakta­deilu

Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“

„Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Það rigndi yfir okkur gler­brotum“

Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysa­deild eftir sprengingu í potti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjölmörgum útköllum síðasta sólarhringinn. Farið var í 130 sjúkraflutninga og þar af 56 forgangsútköll. Þá var einn fluttur á slysadeild eftir sprengingu í potti í heimahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leitinni til morguns

Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í tveggja hæða húsi á Tálkna­firði

Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“

Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær.

Innlent
Fréttamynd

Elds­upp­tökin enn ó­ljós

Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 

Innlent