Slökkvilið

Fréttamynd

Um­boðs­maður óskar eftir gögnum vegna brunans

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Enn á gjörgæslu eftir brunann

Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur á Akranesi í gærkvöldi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna elds í ruslageymslu við Skólabraut á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í gróðri á Akureyri

Slökkvilið á Akureyri var kallað út rétt fyrir klukkan tvö í dag til þess að glíma við smávegis gróðureld sem kviknað hafði við göngustíg í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit

Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að breyta lögum í kjöl­far brunans

Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Eld­varnataskan komin í leitirnar

Eldvarnataskan, sem stolin var eftir að brotist hafði verið inn í bíl slökkviliðsmanns á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt, er komin í leitirnar.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði

Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi harmleikur er ekkert slys“

Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Helstu við­bragðs­aðilar fara undir eitt þak

Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Enginn slökkvi­bílanna var full­mannaður

Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum.

Innlent
Fréttamynd

Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær

Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Húsið rifið að stórum hluta

Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Innlent