Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 21:00 Upplýsingum um könnun á búsetu fólks í atvinnuhúsnæði verður komið til fólks á sjö tungumálum. Stöð 2/Egill Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir. Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira
Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir.
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira