Noregur

Fréttamynd

Norður­lönd dýpka sam­vinnu í varnar­málum

Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norður­löndum

Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku

Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti.

Handbolti
Fréttamynd

Örn réðst á tveggja ára stúlku

Tuttugu mánaða norsk stelpa var hætt komin þegar örn reyndi að hremma hana við sveitabæ fjölskyldunnar í gær. Móðir og nágranni komu í veg fyrir að örninn næði að fljúga á brott með barnið.

Erlent
Fréttamynd

Sig­valdi og Nótt nefndu drenginn

Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, og Nótt Jónsdóttir fyrrverandi knattspyrnukona eignuðust dreng 29. ágúst síðastliðinn. 

Lífið
Fréttamynd

Segja Hvaldimír hafa verið skotinn

Dýraverndarhópar í Noregi segja að Semjon, sem gjarnan var kallaður Hvaldimír, „njósnamjaldurinn“ frægi, hafi verið skotinn. Forsvarsmenn Noah og One Whale hafa farið fram á að dauðu hvalsins verði rannsakaður af lögreglunni í Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Njósnamjaldurinn Hvaldimir allur

Mjaldurinn geðþekki Semjon, betur þekktur sem Hvaldimir, er allur. Sá komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum fyrir að vera sérlega gæfur, en mögulega ekki allur þar sem hann var séður. 

Erlent
Fréttamynd

Norska pressan í sárum

Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni.

Lífið
Fréttamynd

Á­rásar­maður Ingunnar iðrast einskis

Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram.

Erlent
Fréttamynd

Leiðin til að elska mig

Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör.

Skoðun
Fréttamynd

Stjúp­sonur norska prinsins hand­tekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.

Erlent
Fréttamynd

„Martraðarbyrjun“ norska lands­liðsins lýst sem fíaskói

Ó­hætt er að segja að norska þjóðin sé í hálf­gerðu sjokki eftir fremur ó­vænt tap ríkjandi Evrópu­meistaranna í norska kvenna­lands­liðinu í hand­bolta gegn grönnum sínum frá Sví­þjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíu­leikunum í París. Ís­lendingurinn Þórir Her­geirs­son er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjöl­miðlar farið ham­förum. Kallað tapið „mar­traðar­byrjun.“

Handbolti
Fréttamynd

466 milljarðir í vasa norskra eldisrisa

Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar

Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu.

Erlent
Fréttamynd

Klára frekar barn­eignir í Noregi en að flytja aftur heim

Dóra Sóldís Ásmundardóttir og maðurinn hennar Sindri Ingólfsson búa í Osló Noregi og eiga tvö börn, Flóka og Öglu Guðrúnu, undir þriggja ára aldri. Þau hafa komið sér vel fyrir í Noregi og eiga ekki endilega von á því að koma heim strax.

Innlent
Fréttamynd

Skömmin sé Breta, Fær­eyinga og Norð­manna

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­land að detta úr tísku

Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 

Viðskipti innlent