Noregur

Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna
Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað.

Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar
Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar.

Norðmenn loka skólum
Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar.

Stærsta líkamsræktarkeðja Norðurlanda lokar stöðvum í hálfan mánuð
Sats, stærsta líkamsræktarstöðvakeðja Norðurlanda, hefur ákveðið að loka öllum stöðvum sínum næsta hálfa mánuðinn.

Trine Skei Grande segir af sér
Leiðtogi norska stjórnarflokksins Venstre hefur ákveðið að segja af sér embætti.

Norðmenn að eignast um 1600 íbúðir á Íslandi
Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða.

Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit
Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð.

130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi
Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu.

Sjávarútvegsráðherra sagði af sér vegna starfslokagreiðslu
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann þáði starfslokagreiðslu sem bæjarstjóri.

Átta ný tilfelli staðfest á Norðurlöndunum
Fimm tilfelli kórónuveirunnar,sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum, greindust í Svíþjóð í dag, þá greindust þrjú ný tilfelli í Noregi.

Kórónuveirusmit staðfest í Noregi
Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví.

Norska Eurovision-goðsögnin Jahn Teigen er látin
Norski söngvarinn og skemmtikrafturinn Jahn Teigen er látinn, sjötugur að aldri.

Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni
Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni.

Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins.

„Tom, ertu tilbúinn að semja?“
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra.

Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu
Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld.

Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar
Arnarlax horfar fram á mikið tjón vegna laxadauða í sjókvíaeldi sínu.

„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“
Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd.

DNB hætt viðskiptum við Samherja
NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja.

Viaplay hirðir enska boltann af TV2
Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028.

Katrín ræddi loftslagsmál, Brexit og FATF við leiðtoga EFTA-ríkjanna
Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi.

Vill jarða orðróminn um að Keikó sé ekki grafinn í fjörunni í Norðurmæri
Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri.

SAS stöðvar ferðir til Kína
Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta.

Hálfu loftrými Noregs lokað í um hálftíma
Norsk flugmálayfirvöld lokuðu hálfu loftrými landsins, á svæðinu norður af Røros, í um hálftíma í dag.

Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné.

Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður
Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Ekki tilbúin að kasta norðurslóðasamstarfi fyrir róða
Deilt var um hvort að stokka þyrfti upp alþjóðasamstarfi um norðurslóðir í skugga breyttrar skipanar heimsmála á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers sem hófst í Noregi í gær.

Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína
Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn.

Noregskonungur aftur mættur til vinnu eftir veikindi
Haraldur Noregskonungur er aftur mættur til vinnu eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi síðustu daga vegna veikinda.

Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf
Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál.