Kennaraverkfall

Fréttamynd

Vímuefnaneysla eykst í verkfalli

Kennaraverkfallið er að skapa hættulegt ástand í sumum hverfum borgarinnar að mati Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar. Félagsmálaráð borgarinnar ákvað að fylgjast sérstaklega með ungmennum í borginni eftir að verkfallið hófst. Unglingafulltrúar sem hafa farið um hverfin sjá að vímuefnaneysla unglinga er að aukast að sögn Láru.

Innlent
Fréttamynd

Langflestir eru sómakrakkar

"Það hefur verið heldur dauft í verkfallinu," segir Þorleifur G. Sigurðsson, umsjónarmaður í Austurbæjarskóla þar sem hann hefur starfað í tólf ár, þegar hann er spurður að því hvað sé að frétta.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag þarf um gerðardóm

Kennarar útiloka ekki gerðardóm en formaður launanefndar sveitarfélaganna telur þá leið ólíklega til árangurs. Forsætisráðherra hefur boðað deilendur til fundar og kennarar funda sjálfir. Lög á deiluna eru talin ólíkleg.

Innlent
Fréttamynd

Ferðin ekki verkfallsbrot

Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar í verkfalli í námsferð

Kennarar Ingunnarskóla leggja næsta föstudag í sex daga námsferð til Bandaríkjanna þrátt fyrir kennaraverkfall. Þeir segjast hafa blessun Kennarasambandsins til fararinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stoðir kjarasamninga eru að bresta

Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekki ummæli ráðherra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Samtaka sveitarfélaga, segist ekki skilja ummæli menntamálaráðherra í gær en þá sagði hún að skoða mætti hvort ríkið ætti að taka aftur við rekstri grunnskólanna. 

Innlent
Fréttamynd

Menntun vanmetin

"Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skuli vera," sagði Páll Skúlason háskólarektor við brautskráningu stúdenta frá Háskóla Íslands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hálfgert neyðarástand

"Ég tel að setja þurfi lög á verkfall kennara leysist deilan ekki fljótlega," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. "Þetta er að verða hálfgert neyðarástand."

Innlent
Fréttamynd

Óskiljanleg ummæli

"Ég tel þessi ummæli óskiljanleg með öllu," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lét á föstudag þau orð falla að skoða mætti að flytja grunnskólana aftur til ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa vanþekkingu eða misskilningi

"Ummæli menntamálaráðherra eru stórundarleg og lýsa annað hvort vanþekkingu ráðherrans eða misskilningi," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lét á föstudag þau orð falla að skoða mætti að flytja grunnskólana aftur til ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verið rætt um lög

Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudaginn. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið.

Innlent
Fréttamynd

15 prósenta launahækkun hafnað

Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni.

Innlent
Fréttamynd

Hindra óæskilega hópamyndun

Reykjavíkurborg hefur skipulagt vaktir í hverfum borgarinnar þessa vikuna til að ná sambandi við unglinga og koma í veg fyrir óæskilega hópamyndun í kennaraverkfallinu. Þetta kemur í kjölfar ákvörðunar forvarnarnefndar Reykjavíkurborgar sem hefur veitt 750 þúsund krónur til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum kennaraverkfalls á ungt fólk.

Innlent
Fréttamynd

Deilendur á fund forsætisráðherra

Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Grípa hefði átt inn í strax

Félagsmálastjórinn í Reykjavík segir að grípa hefði átt inn í kennaraverkfallið strax og að það sé á sameiginlegri ábyrgð ríkisstjórnar, sveitarfélaga og samfélagsins alls. Það yrði ekki látið viðgangast í siðmenntuðum löndum að börn væru án kennslu svo vikum skipti.

Innlent
Fréttamynd

Deilendur kallaðir á fund Halldórs

Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að kalla fulltrúa deilenda í kennaradeilunni á fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Láta ekki svelta sig

"Kennarar munu aldrei verða sveltir til hlýðni," sagði Jón Pétur Zimsen grunnskólakennari á baráttufundi kennara á Ingólfstorgi í gær. Um 3.000 kennarar mættu í kröfugöngu frá Hlemmi og á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegt áfall að ekki samdist

Fundarslitin í Karphúsinu eru gríðarlegt áfall, segir Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. "Það sem gerist núna kallar á varfærin viðbrögð. Það má alls ekkert út af bregða," segir Stefán Jón.

Innlent
Fréttamynd

Lokatilraun til samninga brást

Kennarasambandið vill semja sér við hvert sveitarfélag í næstu kjarasamninga. Fundum samninganefndanna verður ekki framhaldið næstu tvær vikurnar nema eitthvað nýtt komi fram. Sveitarfélögin segjast ekki munu óska eftir nýjum fundum. Allt er því strand í kennaradeilunni.</b />

Innlent
Fréttamynd

Segja styrk ekki stuðning

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarpinu hefur afthent verkfallssjóði Kennarasambands Íslands styrk að upphæð 220 þúsund krónur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður félagsins vísar því á bug að með þessu séu fréttamenn ríkisfjölmiðlanna orðnir vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna.

Innlent
Fréttamynd

31. dagur verkfalls

Rætt var um stöðu skólastarfs eftir rúmlega mánaðarverkfall kennara og áhrif þess á skólastarfið eftir að því ljúki á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Kjarabarátta sem þarf að heyja

"Ég ætla að vona að kennararnir standi sig enda er þetta kjarabarátta sem þarf að heyja. Það lifir enginn á 150 þúsundkallinum nú á dögum," segir Birgir Hólm Björgvinsson, sjómaður, spurður um hvað honum finnist um verkfall kennara.

Innlent
Fréttamynd

Fundað í dag

Deiluaðilar í kennaradeilunni koma saman til fundar í húsi Ríkissáttasemjara klukkan hálf fjögur í dag. Þriggja klukkustunda árangurslaus fundur var haldinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill loka samningamenn inni

Menntamálráðherra vill ekki að ríkið blandi sér í kennaradeiluna, hvorki með lögum né ívilnunum fyrir sveitarfélög. Þorgerður Katrín vill hins vegar loka samningamenn inni uns lausn finnst á deilunni.

Innlent
Fréttamynd

Halldór treystir deilendum

Forsætisráðherra segir að ekki standi til að setja lög á kennaraverkfallið. Hann segir mikilvægt að leysa málið en deilendur verði að gera það og það verði að treysta forystumönnum þeirra til þess.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár beiðnir af ellefu samþykktar

Þrjár undanþágubeiðnir af ellefu voru samþykktar á sjöunda fundi undanþágunefndar vegna verkfalls grunnskólakennara. Fimm beiðnum var hafnað og þremur frestað

Innlent
Fréttamynd

30. dagur verkfalls kennara

Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari telur ekki að lög verði sett á verkfall kennara. Hann leggur ekki mat á hvort þokast hafi í samkomulagsátt á fundi samninganefnda kennara og sveitarfélaga í gær.

Innlent