Erlent

Shinawatra bolað úr em­bætti

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári.
Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári. AP

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“.

BBC segir frá því að Shinawatra hafi verið ákærð fyrir að hafa með símtalinu stofnað þjóðaröryggi í hættu og að mati dómstólsins á hún þar að hafa brotið siðareglur.

Símtalið umdeilda átti sér stað í miðjum landamæraátökum taílenskra og kambódískra stjórnvalda í sumar. Efni þess var lekið og fóru ummæli taílenska forsætisráðherrann um skoðanaglaðan herforingja við kambódíska viðmælanda sinn aðallega fyrir brjóstið á taílenskum íhaldsmönnum. Var Paetongtarn sökuð um tilraun til að friðþægja Kambódíumennina.

Úrskurðurinn er talinn mikið áfall fyrir Shinawatra-fjölskyldna sem hefur um árabil verið ein helsta valdafjölskylda landsins. Paetongtarn er yngsta dóttir Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. 

Bæði Thaksin og Yingluck Shinawatra, frænka Paetongtarn, var steypt af stóli sem forsætisráðherra árið 2006 og 2014 og fóru þau í útlegð í kjölfarið. Thaksin sneri þó aftur til Taílands fyrir tveimur árum og sætir hann nú ákæru fyrir spillingu og að rægja konungsveldið.

Hin 39 ára Paetongtarn Shinawatra tók við embætti forsætisráðherra Taílands í ágúst á síðasta ári.

Þingið kemur saman

Fulltrúadeild taílenska þingsins mun nú koma saman til að skipa nýjan forsætisráðherra. Í augnablikinu er enginn augljós arftaki innan Shinawatra-fjölskyldunnar en þó þykir ljóst að flokkur fjölskyldunnar, Pheu Thai, muni tilnefna nýtt forsætisráðherraefni. Enn er þó óljóst hvort að flokkarnir, sem saman mynda ríkisstjórn, komi til með að halda áfram samstarfinu.

Flokkurinn Bhumjaithai og leiðtoginn Anutin Charnvirakuls, sem njóta stuðnings frá íhaldssmönnum og hernum, bíða þess að fá tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti

Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum.

Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands

Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×