Kjaramál Enn langt í milli Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Innlent 14.12.2023 18:41 Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vekur athygli á miklum kostnaði við rekstur lífeyrissjóða landsins. Innlent 14.12.2023 15:54 Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Innlent 14.12.2023 06:36 „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. Innlent 13.12.2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Innlent 13.12.2023 18:49 Fílabeins(flug)turninn Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Skoðun 13.12.2023 14:31 Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. Viðskipti innlent 13.12.2023 13:10 Þvertekur fyrir kröfu um 25 prósenta launahækkun Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við. Innlent 13.12.2023 10:54 Flugumferðarstjórar sagðir fara fram á fjórðungshækkun Kröfur Félags flugumferðarstjóra í yfirstandandi kjaradeilu við Isavia og Samtök atvinnulífsins eru sagðar fela í sér launahækkun upp á 25 prósent. Það gerir um 350 þúsund króna hækkun ef miðað er við meðallaun flugumferðarstjóra. Innlent 13.12.2023 07:57 Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Innlent 12.12.2023 20:52 Fundi lauk án árangurs og verkfall á fimmtudag Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda. Innlent 12.12.2023 17:26 Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Viðskipti innlent 12.12.2023 12:53 Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Viðskipti innlent 12.12.2023 08:43 Laun flugumferðarstjóra um 1,4 milljónir króna Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Neðri fjórðungsmörk launa flugumferðarstjóra eru um ein milljón króna. Innlent 12.12.2023 08:08 Strangt þak á kaupauka hefur leitt til hærri launa í fjármálakerfinu Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni. Innherji 12.12.2023 07:01 Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Innlent 12.12.2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. Innlent 11.12.2023 22:08 Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 11.12.2023 11:49 Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. Innlent 9.12.2023 11:01 „Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Innlent 9.12.2023 10:24 Eru ungir bændur í SÉR-flokki? Uppáhalds amma mín og ein merkilegasta og kærleiksríkasta kona sem ég hef umgengist um ævina var mikill Framsóknarmaður. Hún var fædd á Sléttu í Fljótum í Skagafirði, dóttir hreppstjórans í sveitinni og amma Óla Jó kenndi henni að lesa. Skoðun 8.12.2023 08:31 Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. Innlent 7.12.2023 20:49 Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Skoðun 7.12.2023 14:31 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. Innlent 7.12.2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Innlent 7.12.2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Innlent 6.12.2023 21:40 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. Innlent 6.12.2023 19:20 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Innlent 6.12.2023 16:47 Fimm nýir tóku sæti í Hæstarétti Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum. Innlent 6.12.2023 14:33 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. Innlent 6.12.2023 12:15 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 154 ›
Enn langt í milli Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Innlent 14.12.2023 18:41
Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vekur athygli á miklum kostnaði við rekstur lífeyrissjóða landsins. Innlent 14.12.2023 15:54
Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Innlent 14.12.2023 06:36
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. Innlent 13.12.2023 20:45
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Innlent 13.12.2023 18:49
Fílabeins(flug)turninn Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Skoðun 13.12.2023 14:31
Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. Viðskipti innlent 13.12.2023 13:10
Þvertekur fyrir kröfu um 25 prósenta launahækkun Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við. Innlent 13.12.2023 10:54
Flugumferðarstjórar sagðir fara fram á fjórðungshækkun Kröfur Félags flugumferðarstjóra í yfirstandandi kjaradeilu við Isavia og Samtök atvinnulífsins eru sagðar fela í sér launahækkun upp á 25 prósent. Það gerir um 350 þúsund króna hækkun ef miðað er við meðallaun flugumferðarstjóra. Innlent 13.12.2023 07:57
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Innlent 12.12.2023 20:52
Fundi lauk án árangurs og verkfall á fimmtudag Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda. Innlent 12.12.2023 17:26
Furðuleg og ósanngjörn staða Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Viðskipti innlent 12.12.2023 12:53
Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Viðskipti innlent 12.12.2023 08:43
Laun flugumferðarstjóra um 1,4 milljónir króna Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru flugumferðarstjórar með regluleg meðalheildarlaun upp á 1,4 milljónir króna. Neðri fjórðungsmörk launa flugumferðarstjóra eru um ein milljón króna. Innlent 12.12.2023 08:08
Strangt þak á kaupauka hefur leitt til hærri launa í fjármálakerfinu Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni. Innherji 12.12.2023 07:01
Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Innlent 12.12.2023 06:24
Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. Innlent 11.12.2023 22:08
Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Innlent 11.12.2023 11:49
Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. Innlent 9.12.2023 11:01
„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Innlent 9.12.2023 10:24
Eru ungir bændur í SÉR-flokki? Uppáhalds amma mín og ein merkilegasta og kærleiksríkasta kona sem ég hef umgengist um ævina var mikill Framsóknarmaður. Hún var fædd á Sléttu í Fljótum í Skagafirði, dóttir hreppstjórans í sveitinni og amma Óla Jó kenndi henni að lesa. Skoðun 8.12.2023 08:31
Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. Innlent 7.12.2023 20:49
Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Skoðun 7.12.2023 14:31
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. Innlent 7.12.2023 13:40
Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Innlent 7.12.2023 12:18
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Innlent 6.12.2023 21:40
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. Innlent 6.12.2023 19:20
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Innlent 6.12.2023 16:47
Fimm nýir tóku sæti í Hæstarétti Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum. Innlent 6.12.2023 14:33
Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. Innlent 6.12.2023 12:15