Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu

Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggis­brestsins

Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiga iðju­þjálfar heima í grunn­skólum landsins?

Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ókeypis tíðavörur í Skagafirði

Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti.

Innlent
Fréttamynd

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“

Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Innlent
Fréttamynd

Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg

Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til mennta­mála­ráð­herra: Fag­þekkingin liggur hjá okkur

„Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms.

Skoðun
Fréttamynd

Mennta­kerfi fram­tíðarinnar

Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. 

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árs­há­tíð VA

Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað.

Innlent
Fréttamynd

Um klám, vændi og menntun

Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa

„Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa.

Innlent
Fréttamynd

Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði

Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19

Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kofabyggðirnar

Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin búa betur í Garðabæ

Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur.

Skoðun
Fréttamynd

Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði?

Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin bíða í Garðabæ

Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur.

Skoðun
Fréttamynd

Snjöll um alla borg

Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita.

Skoðun
Fréttamynd

Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum

„Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust.

Innlent