NBA NBA í nótt: Chicago og Miami á sigurbraut Chicago Bulls og Miami Heat eru bæði búin að taka 2-0 forystu í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 19.4.2011 09:10 Howard besti varnarmaðurinn þriðja árið í röð Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, var í dag valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar þriðja árið í röð. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hlýtur þessa nafnbót þrjú ár í röð. Körfubolti 18.4.2011 17:45 NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 18.4.2011 09:07 NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. Körfubolti 17.4.2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. Sport 17.4.2011 20:14 Kidd og Nowitzki sáu um landa sigrinum gegn Portland Jason Kidd og Dirk Nowitzki eru án efa mjög einbeittir þegar úrslitakeppnin í NBA deildinni er að byrja en þeir hafa á löngum ferli sínum aldrei náð að landa meistaratitli. Liðsfélagarnir vita að tíminn er að hlaupa frá þeim og þeir fá ekki mörg tækifæri til viðbótar. Kidd og Nowitzki voru allt í öllu í 89-81 sigri liðsins í gær gegn Portland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni. Kidd skoraði alls 24 stig, flest í fyrri hálfleik, og Nowitzki skoraði 18 af alls 28 stigum sínum í fjórða leikhluta. Sport 17.4.2011 10:20 Howard skoraði 46 stig en það dugði ekki til gegn Atlanta Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. Sport 17.4.2011 10:05 Miami Heat þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Philadelphia Chris Bosh skoraði 25 stig og tók 12 fráköst í 97-89 sigri Miami Heat gegn Philadelphia í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Sigur Miami var alls ekki auðveldur og leikmenn Philadelphia gáfu ekkert eftir á lokakaflanum. Dwyane Wade skoraði alls 17 stig fyrir Miami og þar af 5 á síðustu tveimur mínútum leiksins. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Miami. Sport 16.4.2011 22:21 Derrick Rose skoraði 39 stig í naumum sigri gegn Indiana Derrick Rose var að venju atkvæðamikill þegar Chicago Bulls lagði Indiana Pacers 104-99 í fyrsta leiknum í úrslitakeppni NBA deildarinnar á þessu tímabili. Rose skoraði alls 39 stig fyrir Bulls sem náði bestum árangri allra liða í deildinni og er því með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina. Sport 16.4.2011 20:55 Þessi lið mætast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar Í nótt fóru fram síðustu leikir deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta og nú er því orðið endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Körfubolti 14.4.2011 08:42 NBA: Chicago Bulls endaði eitt á toppnum Chivago Bulls vann sinn 62. leik á tímabilinu og tryggði sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina þegar síðustu leikir deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fóru fram í nótt. San Antonio Spurs missti af tækifærinu á því að vera með Chicago í efsta sætinu þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns. Los Angeles Lakers þurfti framlengingu til þess að vinna Sacramento Kings en tryggði sér með því annað sætið í Vestrinu. Miami Heat vann án þeirra LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh og Boston Celtics vann New York Knicks í upphitun, án flesta aðalleikaranna, fyrir einvígi liðanna í fyrstu umferð. Körfubolti 14.4.2011 08:25 Kobe sektaður um 11 milljónir króna Kobe Bryant var í dag sektaður um ellefu milljónir króna fyrir að hreyta fúkyrðum að dómara sem gaf honum tæknivillu í leik LA Lakers gegn San Antonio Spurs í gær. Körfubolti 13.4.2011 23:22 NBA: Chicago og San Antonio jöfn á toppnum fyrir síðasta leik Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix. Körfubolti 13.4.2011 08:09 NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu. Körfubolti 12.4.2011 08:07 NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Körfubolti 11.4.2011 07:45 NBA: Spurs gefur ekkert eftir Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni. Körfubolti 10.4.2011 10:49 Detroit Pistons fær nýjan eiganda Detroit Pistons tilkynnti í gær að milljarðamæringurinn Tom Gores hefði ákveðið að kaupa félagið sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Karen Davidson eignaðist félagið 2009 er eiginmaður hennar, Tom, dó en hún vildi selja. Körfubolti 9.4.2011 13:22 Chicago tryggði sér sigur í Austurdeildinni Chicago Bulls tryggði sér sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann útisigur á Cleveland. Carlos Boozer atkvæðamestur hjá Bulls með 24 stig og 11 fráköst. Chicago mætir Indiana í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 9.4.2011 10:32 Móðir LeBron lamdi bílastæðavörð Þráðurinn á Gloriu James, móður LeBron James, er ansi stuttur. Það sannaði hún með því að ráðast á bílastæðavörð þar sem henni fannst taka of langan tíma að ná í bílinn hennar. Körfubolti 8.4.2011 14:26 NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Körfubolti 8.4.2011 08:27 NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87. Körfubolti 7.4.2011 07:26 Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt. Körfubolti 6.4.2011 16:10 Liverpool er að hluta í eigu LeBron James LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins. Enski boltinn 6.4.2011 22:33 NBA: Sigur hjá Spurs á meðan Lakers tapaði Körfubolti 6.4.2011 09:09 Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll. Körfubolti 5.4.2011 11:14 Eiginkona Nash fæddi barn liðsfélaga hans Það vakti talsvert mikla athygli í desember síðastliðnum er Steve Nash sótti um skilnað frá konu sinni, Alejandro Amarilla, aðeins einum degi eftir að hún fæddi þeim son. Körfubolti 4.4.2011 14:52 NBA: Dýrt tap hjá Lakers Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow." Körfubolti 4.4.2011 08:01 NBA í nótt: Enn einn sigurinn hjá Chicago Chicago Bulls vann í nótt sinn fimmtánda sigur í síðustu sautján leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3.4.2011 10:55 NBA í nótt: Chicago skrefi nær heimavallarréttinum Chicago Bulls vann í nótt sigur á Detroit Pistons, 101-96, og færðist þar með skrefi nær titlinum í Austurdeildinni og heimavallarréttinum í úrslitakeppni hennar í NBA-deildinni í vor. Körfubolti 2.4.2011 10:58 NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Körfubolti 1.4.2011 06:53 « ‹ 226 227 228 229 230 231 232 233 234 … 327 ›
NBA í nótt: Chicago og Miami á sigurbraut Chicago Bulls og Miami Heat eru bæði búin að taka 2-0 forystu í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 19.4.2011 09:10
Howard besti varnarmaðurinn þriðja árið í röð Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, var í dag valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar þriðja árið í röð. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hlýtur þessa nafnbót þrjú ár í röð. Körfubolti 18.4.2011 17:45
NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 18.4.2011 09:07
NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. Körfubolti 17.4.2011 23:36
NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. Sport 17.4.2011 20:14
Kidd og Nowitzki sáu um landa sigrinum gegn Portland Jason Kidd og Dirk Nowitzki eru án efa mjög einbeittir þegar úrslitakeppnin í NBA deildinni er að byrja en þeir hafa á löngum ferli sínum aldrei náð að landa meistaratitli. Liðsfélagarnir vita að tíminn er að hlaupa frá þeim og þeir fá ekki mörg tækifæri til viðbótar. Kidd og Nowitzki voru allt í öllu í 89-81 sigri liðsins í gær gegn Portland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni. Kidd skoraði alls 24 stig, flest í fyrri hálfleik, og Nowitzki skoraði 18 af alls 28 stigum sínum í fjórða leikhluta. Sport 17.4.2011 10:20
Howard skoraði 46 stig en það dugði ekki til gegn Atlanta Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. Sport 17.4.2011 10:05
Miami Heat þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Philadelphia Chris Bosh skoraði 25 stig og tók 12 fráköst í 97-89 sigri Miami Heat gegn Philadelphia í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Sigur Miami var alls ekki auðveldur og leikmenn Philadelphia gáfu ekkert eftir á lokakaflanum. Dwyane Wade skoraði alls 17 stig fyrir Miami og þar af 5 á síðustu tveimur mínútum leiksins. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Miami. Sport 16.4.2011 22:21
Derrick Rose skoraði 39 stig í naumum sigri gegn Indiana Derrick Rose var að venju atkvæðamikill þegar Chicago Bulls lagði Indiana Pacers 104-99 í fyrsta leiknum í úrslitakeppni NBA deildarinnar á þessu tímabili. Rose skoraði alls 39 stig fyrir Bulls sem náði bestum árangri allra liða í deildinni og er því með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina. Sport 16.4.2011 20:55
Þessi lið mætast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar Í nótt fóru fram síðustu leikir deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta og nú er því orðið endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Körfubolti 14.4.2011 08:42
NBA: Chicago Bulls endaði eitt á toppnum Chivago Bulls vann sinn 62. leik á tímabilinu og tryggði sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina þegar síðustu leikir deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fóru fram í nótt. San Antonio Spurs missti af tækifærinu á því að vera með Chicago í efsta sætinu þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns. Los Angeles Lakers þurfti framlengingu til þess að vinna Sacramento Kings en tryggði sér með því annað sætið í Vestrinu. Miami Heat vann án þeirra LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh og Boston Celtics vann New York Knicks í upphitun, án flesta aðalleikaranna, fyrir einvígi liðanna í fyrstu umferð. Körfubolti 14.4.2011 08:25
Kobe sektaður um 11 milljónir króna Kobe Bryant var í dag sektaður um ellefu milljónir króna fyrir að hreyta fúkyrðum að dómara sem gaf honum tæknivillu í leik LA Lakers gegn San Antonio Spurs í gær. Körfubolti 13.4.2011 23:22
NBA: Chicago og San Antonio jöfn á toppnum fyrir síðasta leik Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix. Körfubolti 13.4.2011 08:09
NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu. Körfubolti 12.4.2011 08:07
NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Körfubolti 11.4.2011 07:45
NBA: Spurs gefur ekkert eftir Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni. Körfubolti 10.4.2011 10:49
Detroit Pistons fær nýjan eiganda Detroit Pistons tilkynnti í gær að milljarðamæringurinn Tom Gores hefði ákveðið að kaupa félagið sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Karen Davidson eignaðist félagið 2009 er eiginmaður hennar, Tom, dó en hún vildi selja. Körfubolti 9.4.2011 13:22
Chicago tryggði sér sigur í Austurdeildinni Chicago Bulls tryggði sér sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann útisigur á Cleveland. Carlos Boozer atkvæðamestur hjá Bulls með 24 stig og 11 fráköst. Chicago mætir Indiana í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 9.4.2011 10:32
Móðir LeBron lamdi bílastæðavörð Þráðurinn á Gloriu James, móður LeBron James, er ansi stuttur. Það sannaði hún með því að ráðast á bílastæðavörð þar sem henni fannst taka of langan tíma að ná í bílinn hennar. Körfubolti 8.4.2011 14:26
NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Körfubolti 8.4.2011 08:27
NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87. Körfubolti 7.4.2011 07:26
Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt. Körfubolti 6.4.2011 16:10
Liverpool er að hluta í eigu LeBron James LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins. Enski boltinn 6.4.2011 22:33
Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll. Körfubolti 5.4.2011 11:14
Eiginkona Nash fæddi barn liðsfélaga hans Það vakti talsvert mikla athygli í desember síðastliðnum er Steve Nash sótti um skilnað frá konu sinni, Alejandro Amarilla, aðeins einum degi eftir að hún fæddi þeim son. Körfubolti 4.4.2011 14:52
NBA: Dýrt tap hjá Lakers Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow." Körfubolti 4.4.2011 08:01
NBA í nótt: Enn einn sigurinn hjá Chicago Chicago Bulls vann í nótt sinn fimmtánda sigur í síðustu sautján leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3.4.2011 10:55
NBA í nótt: Chicago skrefi nær heimavallarréttinum Chicago Bulls vann í nótt sigur á Detroit Pistons, 101-96, og færðist þar með skrefi nær titlinum í Austurdeildinni og heimavallarréttinum í úrslitakeppni hennar í NBA-deildinni í vor. Körfubolti 2.4.2011 10:58
NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Körfubolti 1.4.2011 06:53