Ríkisstjórn

Fréttamynd

Hótaði aldrei stjórnarslitum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist aldrei hafa hótað stjórnarslitum í kringum sölu bankanna. Hann segir úttekt <em>Fréttablaðsins</em> á sölu ríkisbankanna innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Díselolía 5 krónum ódýrari

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Útsöluverð díselolíu verður fimm krónum ódýrara en ella í sex mánuði frá og með 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin tapar meirihlutanum

Ríkisstjórnin heldur ekki meirihluta sínum í nýjustu skoðanakönnun Gallups en Samfylkingin vinnur á. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 37 prósenta fylgi og tapar einu prósentustigi frá fyrra mánuði. Framsóknarflokkur mælist með tíu prósent og tapar tveimur prósentustigum.

Innlent
Fréttamynd

Innflytjendaráð stofnað?

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks.

Innlent
Fréttamynd

Lögin í endurskoðun

Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár í stjórn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra boðuðu til blaðamannafundar eftir hádegi í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin tíu ára

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess.

Innlent
Fréttamynd

6 milljarða niðurskurður

Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. 

Innlent
Fréttamynd

Söluferli Símans ófrágengið

Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Halldór og Davíð funda enn

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun og lauk skömmu fyrir fréttir. Ekki var fjallað um fyrirhugaða sölu Landssíma Íslands eins og búist hafði verið við en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra sitja enn á fundi.

Innlent
Fréttamynd

Auðun hafði engin mannaforráð

Auðun Georg Ólafsson, nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn vegna reynslu sinnar af rekstri og stjórnun, að því er útvarpsstjóri segir. Auðun Georg hafði þó engin mannaforráð í fyrra starfi sínu heldur samræmdi sölustarf umboðsmanna Marel í Suðaustur-Asíu.

Innlent
Fréttamynd

Mælt með þeim síst hæfa

Fyrrum útvarpsráðsmaður segir að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði hafi í gær mælt með þeim umsækjanda í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins sem er síst hæfur, Auðuni Georg Ólafssyni. Starfsfólk RÚV skorar á útvarpsstjóra að ráða faglega í stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð Varnarliðsins rædd

Embættismannaviðræður um framtíð Varnarliðsins hefjast á næstunni og gerir Davíð Oddsson utanríkisráðherra ráð fyrir að niðurstaða fáist á árinu. Hann og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddust við í fyrradag um framhald viðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Draga lærdóm af mistökum ráðherra

Ungir jafnaðarmenn segja að draga verði lærdóm af mistökum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherraog Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Íraksmálinu. Samtökin vilja fyrir alla muni, og telja víst að þorri þjóðarinnar sé því sammála, að hindra verði að slík mistök geti endurtekið sig.

Innlent
Fréttamynd

Skerpt á lögum Samkeppnisstofnunar

Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja sérstök lög um hringamyndun. Í staðinn verður skerpt á lögum um Samkeppnisstofnun og verður frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Siv segist ekki muna

Siv Friðleifssdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars árið 2003. Þetta kom fram í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í hádeginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Formennirnir viðurkenni mistök

Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot

Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. 

Innlent
Fréttamynd

Halldór neitar ásökunum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þvertekur fyrir að málflutningur hans um þá ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu hafi verið villandi. Hann segir utanríkismálanefnd Alþingis frjálst að birta það sem hún vill varðandi málið. 

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn hófst í febrúar 2003

Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaði aflétt af fundargerðum

Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum funda utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða.

Innlent
Fréttamynd

Halldór neitar að tjá sig

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar að tjá sig um ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um stuðning Íslands við Íraksstríðið. Fréttastofan hefur nú í þrjá daga leitað eftir skýringum hans á svörum þess efnis að ákvörðunin hafi verið rædd í utanríkismálanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja manna ákvörðun segir Guðni

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

65 milljónum veitt til smáeyja

Ríkisstjórn Íslands mun á næstu þremur árum verja um 65 milljónum króna, jafnvirði einni milljón dollara, til verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda í smáeyþróunarríkjum.

Innlent
Fréttamynd

Davíð í mánaðarfrí

Davíð Oddsson utanríkisráðherra er farinn í frí frá utanríkisráðuneytinu í tæpan mánuð. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst ráðherrann dvelja sér til hressingar í útlöndum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gegnir störfum ráðherrans á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd skoðar ásakanir á Impregilo

Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Gallup stendur við könnunina

IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina.

Innlent
Fréttamynd

Bæturnar hækka um 3,5%

Bætur almannatrygginga hækka um 3,5% um áramótin samkvæmt reglugerð sem heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur undirritað. Þá hækka frítekjumörk um 5%. Félagsmálaráðherra hefur og ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur um 3% frá 1. janúar, sem og fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, einnig um 3%.

Innlent
Fréttamynd

Skuldir heimila að hættumörkum

Fólk virðist í vaxandi mæli skuldsetja sig meira heldur en greiðslugetan leyfir, segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vegna vaxandi fjölda árangurslausra fjárnáma. Hún vill koma á greiðsluaðlögun fyrir þennan hóp.

Innlent