Persónuvernd Óviðkomandi fletti upp reikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna Öryggisbrestur varð í vefkerfi Orkuveitu Reykjavíkur sem varð til þess að óviðkomandi einstaklingur fletti upp orkureikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna. Orkuveita Reykjavíkur greinir frá þessu, en málið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og kært til lögreglu. Í tilkynningunni segir að málið sé litið alvarlegum augum. Viðskipti innlent 13.10.2023 11:04 Kolbrún Birna nýr persónuverndarfulltrúi borgarinnar Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman er nýr persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Samhliða því hefur hún verið skipuð fagstjóri fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf borgarinnar. Innlent 9.10.2023 17:21 Mátti ekki fletta sjúkraskrá kollega síns eftir vinnuslys Persónuvernd hefur úrskurðað lækni sem fletti fjórum sinnum upp í sjúkraskrá samstarfsmanns síns eftir að hann lenti í vinnuslysi brotlegan við persónuverndarlög. Innlent 28.9.2023 20:48 ESB sektar TikTok um rúmlega fimmtíu milljarða Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum. Viðskipti erlent 16.9.2023 00:02 Háskóli Íslands fær háa sekt vegna eftirlitsmyndavéla Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans. Innlent 15.9.2023 10:04 Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Innlent 9.9.2023 19:14 Brimborg láti viðskiptavini og starfsmenn vita af öryggisbresti Persónuvernd hefur sagt bílaumboðinu Brimborg að láta starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins vita af því að netárás kunni að hafa ógna öryggi persónuupplýsinga þeirra. Tölvuþrjótar læstu aðgangi að gögnum Brimborgar og kröfðust lausnargjalds. Innlent 31.8.2023 15:31 Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Innlent 31.8.2023 12:28 Nýjar reglur leyfa samfélagsmiðlanotendum að losna undan algríminu Notendur samfélagsmiðla fá aukið val um hvaða efni þeim er sýnt á miðlunum með nýjum evrópskum reglum sem tóku gildi fyrir umsvifamestu tæknifyrirtækin í dag. Reglurnar leggja meðal annars blátt bann við því að beina auglýsingum að börnum sem byggja á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 25.8.2023 14:30 Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Erlent 16.8.2023 09:25 Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Erlent 8.8.2023 07:50 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. Viðskipti erlent 6.7.2023 09:09 Átján þúsund Íslendingar á vanskilaskrá Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Innlent 5.7.2023 12:04 Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Neytendur 4.7.2023 23:52 Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:46 Stjórnvaldssektin með þeim hærri í sögu Persónuverndar Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða um tólf milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Úrskurður Persónuverndar var birtur í dag en málið sjálft er um þriggja ára gamalt. Innlent 3.7.2023 14:52 Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Innlent 3.7.2023 10:13 Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. Innlent 30.6.2023 12:06 Myndbirtingar af þjófum geta spillt fyrir lögreglu Borið hefur á því að fólk sem lent hefur í þjófnaði birti myndir af meintum þjófum á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur reynt að fá fólk til að senda myndir og myndbönd til lögreglu og taka úr birtingu. Innlent 17.6.2023 07:00 Starfsmaður Amazon Ring njósnaði um konur með dyrabjöllumyndavél Fyrrverandi starfsmaður dyrabjöllumyndavéladeildar tæknirisans Amazon njósnaði um konur með myndavélum í bað- og svefnherbergjum um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Þetta kemur fram í sátt sem bandarísk yfirvöld gerðu við fyrirtækið vegna brota á persónuverndarlögum. Viðskipti erlent 1.6.2023 10:41 ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 22.5.2023 10:09 Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Innlent 19.5.2023 06:45 Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. Innlent 15.5.2023 10:40 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Innlent 12.5.2023 13:32 Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 12.5.2023 06:32 Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. Innlent 11.5.2023 06:44 Þjóðþekktum flett upp í lyfjagátt án tilefnis Dæmi eru um það að starfsfólk apóteka fletti upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni, miðlægum gagnagrunni sem heldur utan um lyfjaávísanir fólks, án nokkurs tilefnis. Innlent 15.4.2023 07:54 Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. Innlent 11.4.2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. Innlent 11.4.2023 14:16 Galið að MS hafi aðgang að upplýsingum um nýfædd börn og herji á foreldra Móðir ungs barns er gagnrýnin á bæklinga sem Mjólkursamsalan hefur sent á foreldra ungra barna, þar sem Stoðmjólk, vara frá fyrirtækinu, er auglýst. Viðskipti innlent 10.4.2023 20:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 12 ›
Óviðkomandi fletti upp reikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna Öryggisbrestur varð í vefkerfi Orkuveitu Reykjavíkur sem varð til þess að óviðkomandi einstaklingur fletti upp orkureikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna. Orkuveita Reykjavíkur greinir frá þessu, en málið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og kært til lögreglu. Í tilkynningunni segir að málið sé litið alvarlegum augum. Viðskipti innlent 13.10.2023 11:04
Kolbrún Birna nýr persónuverndarfulltrúi borgarinnar Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman er nýr persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Samhliða því hefur hún verið skipuð fagstjóri fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf borgarinnar. Innlent 9.10.2023 17:21
Mátti ekki fletta sjúkraskrá kollega síns eftir vinnuslys Persónuvernd hefur úrskurðað lækni sem fletti fjórum sinnum upp í sjúkraskrá samstarfsmanns síns eftir að hann lenti í vinnuslysi brotlegan við persónuverndarlög. Innlent 28.9.2023 20:48
ESB sektar TikTok um rúmlega fimmtíu milljarða Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum. Viðskipti erlent 16.9.2023 00:02
Háskóli Íslands fær háa sekt vegna eftirlitsmyndavéla Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans. Innlent 15.9.2023 10:04
Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Innlent 9.9.2023 19:14
Brimborg láti viðskiptavini og starfsmenn vita af öryggisbresti Persónuvernd hefur sagt bílaumboðinu Brimborg að láta starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins vita af því að netárás kunni að hafa ógna öryggi persónuupplýsinga þeirra. Tölvuþrjótar læstu aðgangi að gögnum Brimborgar og kröfðust lausnargjalds. Innlent 31.8.2023 15:31
Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Innlent 31.8.2023 12:28
Nýjar reglur leyfa samfélagsmiðlanotendum að losna undan algríminu Notendur samfélagsmiðla fá aukið val um hvaða efni þeim er sýnt á miðlunum með nýjum evrópskum reglum sem tóku gildi fyrir umsvifamestu tæknifyrirtækin í dag. Reglurnar leggja meðal annars blátt bann við því að beina auglýsingum að börnum sem byggja á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 25.8.2023 14:30
Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Erlent 16.8.2023 09:25
Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Erlent 8.8.2023 07:50
Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. Viðskipti erlent 6.7.2023 09:09
Átján þúsund Íslendingar á vanskilaskrá Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Innlent 5.7.2023 12:04
Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Neytendur 4.7.2023 23:52
Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:46
Stjórnvaldssektin með þeim hærri í sögu Persónuverndar Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða um tólf milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Úrskurður Persónuverndar var birtur í dag en málið sjálft er um þriggja ára gamalt. Innlent 3.7.2023 14:52
Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Innlent 3.7.2023 10:13
Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. Innlent 30.6.2023 12:06
Myndbirtingar af þjófum geta spillt fyrir lögreglu Borið hefur á því að fólk sem lent hefur í þjófnaði birti myndir af meintum þjófum á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur reynt að fá fólk til að senda myndir og myndbönd til lögreglu og taka úr birtingu. Innlent 17.6.2023 07:00
Starfsmaður Amazon Ring njósnaði um konur með dyrabjöllumyndavél Fyrrverandi starfsmaður dyrabjöllumyndavéladeildar tæknirisans Amazon njósnaði um konur með myndavélum í bað- og svefnherbergjum um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Þetta kemur fram í sátt sem bandarísk yfirvöld gerðu við fyrirtækið vegna brota á persónuverndarlögum. Viðskipti erlent 1.6.2023 10:41
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 22.5.2023 10:09
Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Innlent 19.5.2023 06:45
Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. Innlent 15.5.2023 10:40
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Innlent 12.5.2023 13:32
Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 12.5.2023 06:32
Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. Innlent 11.5.2023 06:44
Þjóðþekktum flett upp í lyfjagátt án tilefnis Dæmi eru um það að starfsfólk apóteka fletti upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni, miðlægum gagnagrunni sem heldur utan um lyfjaávísanir fólks, án nokkurs tilefnis. Innlent 15.4.2023 07:54
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. Innlent 11.4.2023 20:37
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. Innlent 11.4.2023 14:16
Galið að MS hafi aðgang að upplýsingum um nýfædd börn og herji á foreldra Móðir ungs barns er gagnrýnin á bæklinga sem Mjólkursamsalan hefur sent á foreldra ungra barna, þar sem Stoðmjólk, vara frá fyrirtækinu, er auglýst. Viðskipti innlent 10.4.2023 20:48