Þjóðgarðar

Fréttamynd

Þjóðgarður er ekki þjóðgarður

Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist.

Skoðun
Fréttamynd

Kynna áform um þjóðgarð

Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestu synjun

Ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að synja ferðaþjónusturisanum Arctic Adventure um leyfi til siglinga á Jökulsárlóni árið 2018 var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO

Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar

Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja um bætur við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem sótti um starf þjóðgarðsvarðar, vegna þess að jafnréttislög voru brotin. Spurt er um ábyrgð formanns nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi

Innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur endurheimt gróðurs staðið yfir síðan 1998 og með ágætum árangri að mati úttektaraðila. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs þyrfti því ekki að hafa í för með sér að illa gróið land og örfoka melar yrðu festir í sessi. Miðhálendi Íslands er með stærstu eyðimörkum í allri Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land

Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðargarður

Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlinda­ráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.

Skoðun
Fréttamynd

Opnir fundir um þjóðgarð

Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur nú boðað til opinna funda. Sveitarfélög víða um land hafa almennt lagst gegn þessum áformum.

Innlent