Þjóðgarður er ekki þjóðgarður Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir skrifar 4. janúar 2020 20:15 Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun