Garðabær

Fréttamynd

Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið

Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vífils­staðir og ó­heilindi ráða­manna

Þorsteinn sálugi Gylfason heimspekiprófessor var ritfær maður, skýr og skemmtilegur. Þannig fór hann á kostum í inngangi sínum að Birtingi eftir Voltaire, en sú bók er einn af hornsteinum heimsmenningarinnar, eins og alkunna er.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­skúr al­elda í Urriða­holti

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Kanna­bis­fnykur kom upp um ræktanda

Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjar­lægðu skrið­dýr af vett­vangi fíkni­efna­sölu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi í gærkvöldi við húsráðendur á heimili þar sem fíkniefnasala fór fram. Á heimilinu var skriðdýr sem var fjarlægt en óheimilt er að eiga slíkt dýr hér á landi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er vitað af hvaða tegund skriðdýrið var.

Innlent
Fréttamynd

Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi

Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einka­væðingu Vífils­staða skotið á frest

Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“.

Skoðun
Fréttamynd

Engin til­boð bárust í Vífils­staði

Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hlaupið vakti mikla lukku

Forsetahlaup UMFÍ var haldið í fyrsta sinn með pompi og prakt á Álftanesi í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hljóp í báðum hlaupunum sem stóðu þátttakendum til boða og veitti verðlaun að þeim loknum. UMFÍ vonast með hlaupinu til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira í góðum félagsskap.

Innlent
Fréttamynd

Segir sjálf­stæðis­menn lýsa yfir stríði við máva

Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðing úr allt að því þrota­búi

Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!

Skoðun
Fréttamynd

Tap Strætó aldrei verið meira

Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Við erum ekki til­búin fyrir skólann

Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Skoðun
Fréttamynd

Hús Kristínar og Arnars komið á sölu

Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það.

Lífið
Fréttamynd

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti

Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 

Viðskipti innlent