Innlent

Há­vær hvellur heyrðist víða um höfuð­borgar­svæðið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hvellurinn er sagður hafa komið úr Kópavogi.
Hvellurinn er sagður hafa komið úr Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Hávær hvellur ómaði um höfuðborgarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu í kvöld. Margir í Kópavogi og Garðabæ urðu varir við sprenginguna og er hún til umtals í hverfahópum á Facebook.

Íbúar í Salahverfi fullyrða að sprengingin hafi komið þjófavarnakerfum bíla í hverfinu í gang svo þeir vældu úr öllum áttum. Þá segja fleiri að hús hafi nötrað og börn vaknað.

Vakthafandi hjá slökkviliðinu gat ekki sagt hvað olli sprengingunni eða hvar hún hefði átt sér stað.

Í Sölunum heyrðist vel í sprengingunni og finnst þar mörgum líklegasta útskýringin vera sú að unglingar hafi verið að leika sér með flugelda.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×