Hafnarfjörður

Fréttamynd

Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skipti­lykli

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli.

Innlent
Fréttamynd

Carbfix – enn og aftur

Carbfix-aðferðin hraðar ferli sem bindur koldíoxið í steind með sama hætti og gerist á ótal stöðum í berggrunni Íslands á meðan þessi orð eru skrifuð. Kalsítútfelling í basalti er kjörin leið til að flýta náttúrulegu ferli og binda með því ofgnótt af koldíoxíði í lofti.

Skoðun
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára dómur fyrir mann­dráp í Drangahrauni stendur

Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Í­huga að fara í skaða­bóta­mál vegna and­láts Ibrahims

Fjölskylda Ibrahim Shah Uz-Zaman íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts hans. Hann lést 30. október á síðasta ári í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu lauk í janúar á þessu ári en enn er málið hjá ákærusviði og ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. 

Innlent
Fréttamynd

Svikin lof­orð gagn­vart börnum?

Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins.

Skoðun
Fréttamynd

Að búa til steind getur haft skelfi­legar af­leiðingar!

Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið “Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum.

Skoðun
Fréttamynd

Máttu vita að eiturlyfjasalinn þeirra væri að flytja inn eitur­lyf

Fjórir hlutu heldur þunga fangelsisdóma á dögunum fyrir innflutning mikils magns amfetamínsbasa. Höfuðpaurinn í málinu fékk viðskiptavini sína til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir mynd­efni af Krýsu­víkur­vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, á milli klukkan 13 og 18 á sunnudaginn. Upp úr klukkan átján tilkynnti maður að hann hefði orðið dóttur sinni að bana og var handtekinn við Krýsuvíkurveg.

Innlent
Fréttamynd

Grænt ljós á Flensborgarhöfn

Flensborgarhöfn stígur inn í framtíðina með nýju deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og verður nú sett í auglýsingu. 

Innlent
Fréttamynd

LHÍ stefnir á Skóla­vörðu­holtið í stað Tollhússins

Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega.

Innlent
Fréttamynd

Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endur­bætur

Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda.

Lífið
Fréttamynd

Þörf á úr­ræðum fyrir hátt í hundrað og þrjá­tíu börn

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir.

Innlent
Fréttamynd

Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að svið­setja bíl­slys

Lögbirtingablaðið hefur í annað skipti birt fyrirkall á hendur manni sem er talinn vera á Ítalíu vegna ákæru á hendur honum. Maðurinn er ákærður, ásamt öðrum manni sem er með skráð lögheimili í Reykjavík, um að setja á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði þann 5. apríl 2021.

Innlent
Fréttamynd

Að grípa börn

Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða.

Skoðun
Fréttamynd

Stíl­hreinn glæsi­leiki í Hafnar­firði

Við Mávahraun í Hafnarfirði er að finna 267 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 2002. Búið er að endurnýjað eignina að miklu leyti þar sem nostrað hefur verið við hvert smáatriði.

Lífið
Fréttamynd

Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur

Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Létu ung­menni milli­færa á sig fé með of­beldi og hótunum

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

At­laga að kjara­samningum

Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent