Grindavík Bein útsending: Upplýsingafundur vegna rýmingar og skjálfta Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að rýma Grindavík en fækkað hefur verulega í bænum í kvöld. Innlent 10.11.2023 23:06 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. Innlent 10.11.2023 22:33 Flúði með börnin í bæinn Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. Innlent 10.11.2023 22:20 „Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. Innlent 10.11.2023 22:16 Stjörnum prýtt skjálftakort Skjálftakort Veðurstofunnar með skjálftum síðustu tveggja sólarhringa er þakið stjörnum. Hver stjarna táknar jarðskjálfta sem var yfir þrír að stærð. Innlent 10.11.2023 22:10 Gríðarlegar skemmdir á hjúkrunarheimili í Grindavík Mikið tjón hefur orðið á hjúkrunarheimilinu Víðihlið í Grindavík. Bæði mikið vatnstjón og þá er stór sprunga í húsinu sem virðist sem það sé að klofna í tvennt. Innlent 10.11.2023 21:58 Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Innlent 10.11.2023 21:56 Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Innlent 10.11.2023 21:51 Fáir mættir í fjöldahjálparstöðvarnar Starfsemi fjöldahjálparstöðvanna fer hægt af stað. Þar fá þeir sem mæta skjól, hressingu og sálarhjálp. Innlent 10.11.2023 21:29 Landsmenn verði að búa sig undir gos Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að landsmenn verði að vera undir það búnir að það gjósi á næstu klukkustundum. Innlent 10.11.2023 21:13 Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Innlent 10.11.2023 21:02 Grindavíkurvegur áfram lokaður vegna skjálftavirkni Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu. Innlent 10.11.2023 20:56 Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. Innlent 10.11.2023 20:54 Slökktu eld í Svartsengi Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Innlent 10.11.2023 20:49 Varðskipið Þór á leiðinni til Grindavíkur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, siglir í kvöld frá Reykjavík og er væntanlegt til Grindavíkur í nótt að ósk almannavarna. Þá er verið að opna fjöldahjálparstöðvar á fjórum stöðum. Innlent 10.11.2023 20:22 Keflvíkingar gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna Unnið er að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir Grindvíkinga í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn segir bæinn gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna. Innlent 10.11.2023 20:02 Reikna frekar með dögum en klukkustundum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Innlent 10.11.2023 19:52 Stöðugur straumur út úr Grindavík Stöðug umferð hefur verið út úr Grindavík síðan stóru skjálftarnir byrjuðu að ríða yfir síðdegis. Hámarki var náð á sjötta tímanum og er umferð um Grindavíkurveg lokuð eftir að brotnaði upp úr malbiki. Innlent 10.11.2023 19:45 „Það er ekkert eldgos að byrja“ Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn. Innlent 10.11.2023 18:43 Ætlaði að senda vinkonu snapp þegar stór skjálfti reið yfir Halla Togga Þórðardóttir, íbúi í Grindavík, ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð síðdegis þegar harður skjálfti reið yfir. Innlent 10.11.2023 18:06 Vaktin: Kvikugangurinn virðist teygja sig undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. Innlent 10.11.2023 17:32 „Miklu lengri og harðari skjálftar“ Grindvíkingar hafa fundið verulega fyrir síðdegisskjálftum á Reykjanesinu í dag. Stórir skjálftar hafa fundist víða frá því klukkan fjögur í dag. Innlent 10.11.2023 17:28 Reykjarmökkur líklega ekki eldgos Ólíklegt er að reykur sem streymir úr hrauni við Litla-Hrút sé eldgos. Líklega sé um að ræða gas eða hita sem sé að losna úr nýlegu hrauni vegna jarðhræringanna sem hafa orðið í dag. Innlent 10.11.2023 16:43 „Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“ Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. Innlent 10.11.2023 15:58 Gerir ekki lítið úr alvarleikanum en segir alls ekki tímabært að rýma Grindavík Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segist ekki vilja gera lítið úr alvarleika þess sem á sér nú stað á Reykjanesi en að flestir vísindamenn telji að taka þurfi á þessum atburðum með ró og yfirvegun. Á þessari stundu sé ekkert sem bendi til þess að gjósi bráðlega. Innlent 10.11.2023 14:47 Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. Innlent 10.11.2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. Innlent 10.11.2023 07:02 Norðurljósavegi við Svartsengi lokað fyrir almennri umferð Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið þá ákvörðun að loka Norðurljósavegi við Svartsengi, þar sem Bláa lónið og Northern Light Inn hótelið eru til húsa, fyrir almennri umferð. Innlent 9.11.2023 22:10 „Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Innlent 9.11.2023 21:15 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. Innlent 9.11.2023 20:30 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 73 ›
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna rýmingar og skjálfta Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að rýma Grindavík en fækkað hefur verulega í bænum í kvöld. Innlent 10.11.2023 23:06
Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. Innlent 10.11.2023 22:33
Flúði með börnin í bæinn Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. Innlent 10.11.2023 22:20
„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. Innlent 10.11.2023 22:16
Stjörnum prýtt skjálftakort Skjálftakort Veðurstofunnar með skjálftum síðustu tveggja sólarhringa er þakið stjörnum. Hver stjarna táknar jarðskjálfta sem var yfir þrír að stærð. Innlent 10.11.2023 22:10
Gríðarlegar skemmdir á hjúkrunarheimili í Grindavík Mikið tjón hefur orðið á hjúkrunarheimilinu Víðihlið í Grindavík. Bæði mikið vatnstjón og þá er stór sprunga í húsinu sem virðist sem það sé að klofna í tvennt. Innlent 10.11.2023 21:58
Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Innlent 10.11.2023 21:56
Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Innlent 10.11.2023 21:51
Fáir mættir í fjöldahjálparstöðvarnar Starfsemi fjöldahjálparstöðvanna fer hægt af stað. Þar fá þeir sem mæta skjól, hressingu og sálarhjálp. Innlent 10.11.2023 21:29
Landsmenn verði að búa sig undir gos Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að landsmenn verði að vera undir það búnir að það gjósi á næstu klukkustundum. Innlent 10.11.2023 21:13
Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Innlent 10.11.2023 21:02
Grindavíkurvegur áfram lokaður vegna skjálftavirkni Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu. Innlent 10.11.2023 20:56
Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. Innlent 10.11.2023 20:54
Slökktu eld í Svartsengi Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Innlent 10.11.2023 20:49
Varðskipið Þór á leiðinni til Grindavíkur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, siglir í kvöld frá Reykjavík og er væntanlegt til Grindavíkur í nótt að ósk almannavarna. Þá er verið að opna fjöldahjálparstöðvar á fjórum stöðum. Innlent 10.11.2023 20:22
Keflvíkingar gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna Unnið er að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir Grindvíkinga í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn segir bæinn gera allt til að auðvelda líf nágranna sinna. Innlent 10.11.2023 20:02
Reikna frekar með dögum en klukkustundum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Innlent 10.11.2023 19:52
Stöðugur straumur út úr Grindavík Stöðug umferð hefur verið út úr Grindavík síðan stóru skjálftarnir byrjuðu að ríða yfir síðdegis. Hámarki var náð á sjötta tímanum og er umferð um Grindavíkurveg lokuð eftir að brotnaði upp úr malbiki. Innlent 10.11.2023 19:45
„Það er ekkert eldgos að byrja“ Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn. Innlent 10.11.2023 18:43
Ætlaði að senda vinkonu snapp þegar stór skjálfti reið yfir Halla Togga Þórðardóttir, íbúi í Grindavík, ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð síðdegis þegar harður skjálfti reið yfir. Innlent 10.11.2023 18:06
Vaktin: Kvikugangurinn virðist teygja sig undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. Innlent 10.11.2023 17:32
„Miklu lengri og harðari skjálftar“ Grindvíkingar hafa fundið verulega fyrir síðdegisskjálftum á Reykjanesinu í dag. Stórir skjálftar hafa fundist víða frá því klukkan fjögur í dag. Innlent 10.11.2023 17:28
Reykjarmökkur líklega ekki eldgos Ólíklegt er að reykur sem streymir úr hrauni við Litla-Hrút sé eldgos. Líklega sé um að ræða gas eða hita sem sé að losna úr nýlegu hrauni vegna jarðhræringanna sem hafa orðið í dag. Innlent 10.11.2023 16:43
„Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“ Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. Innlent 10.11.2023 15:58
Gerir ekki lítið úr alvarleikanum en segir alls ekki tímabært að rýma Grindavík Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segist ekki vilja gera lítið úr alvarleika þess sem á sér nú stað á Reykjanesi en að flestir vísindamenn telji að taka þurfi á þessum atburðum með ró og yfirvegun. Á þessari stundu sé ekkert sem bendi til þess að gjósi bráðlega. Innlent 10.11.2023 14:47
Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. Innlent 10.11.2023 10:58
Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. Innlent 10.11.2023 07:02
Norðurljósavegi við Svartsengi lokað fyrir almennri umferð Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið þá ákvörðun að loka Norðurljósavegi við Svartsengi, þar sem Bláa lónið og Northern Light Inn hótelið eru til húsa, fyrir almennri umferð. Innlent 9.11.2023 22:10
„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Innlent 9.11.2023 21:15
Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. Innlent 9.11.2023 20:30