Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 17:01 Þeir Jóhann Vignir Gunnarsson og Tómas Þór Eiríksson segja frábært að sjá líf aftur í bænum. Vísir/Einar Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. „Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53