Grindavík Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. Viðskipti innlent 12.6.2023 16:48 Grindvíkingar fögnuðu Sjómannadeginum með pompi og prakt Sjóarinn síkáti, sjómanna- og fjölskylduhátíð Grindvíkinga var haldin með pompi og prakt um helgina. Bylgjulestin kíkti við og hélt uppi fjörinu ásamt fjölbreyttri dagskrá heimamanna. Lífið 5.6.2023 13:18 Foreldrar fegnir að leikskóli í Grindavík gleymdist Forsvarsmenn BSRB gleymdu að nefna leikskólann Laut í Grindavík á lista yfir starfsstaði þar sem verkfall er boðað á morgun. Foreldrar eru fegnir en leikskólastjórinn segir um mannleg mistök að ræða. Innlent 4.6.2023 20:44 Svona verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina. Lífið 2.6.2023 10:49 Fyrsti áttæringurinn frá bátasmiðum í heila öld Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar. Innlent 1.6.2023 21:45 Bylgjulestin brunar inn í sumarið Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar. Samstarf 1.6.2023 16:38 „Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“ Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt. Lífið 27.5.2023 10:50 Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. Innlent 26.5.2023 12:17 Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25.5.2023 07:00 Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Innlent 19.5.2023 14:10 Féll í klettunum við Kleifarvatn Í nótt féll maður í klettum við Kleifarvatn og svaraði félögum sínum illa á eftir. Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn og maðurinn sóttur. Hann reyndist töluvert lemstraður og með höfuðáverka. Innlent 1.5.2023 08:35 „Það skemmir ekki hár“ Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. Innlent 11.4.2023 23:54 Hárið „ónýtt“ eftir heimsókn í Bláa lónið „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok sem vakið hefur mikla athygli. Lífið 4.4.2023 22:08 „Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“ Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni. Innlent 29.3.2023 09:01 Gestir Bláa lónsins verða færri en framlegð mun aukast um liðlega fjórðung Ferðaþjónusta þarf breytast frá því að einblína á magn í framlegð, rétt eins og sjávarútvegur gerði í kringum 1980, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Bláa lónsins sagði að horft sé til þess í hans rekstri að í ár verði gestir 20-30 prósent færri en framlegðin aukist um 20-30 prósent. „Við erum á þessari vegferð sem stjórnvöld kalla eftir,“ sagði hann. Innherji 23.3.2023 15:02 Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Grindavík Eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi síðdegis í dag. Engum varð meint af og slökkvistarf gekk vel. Innlent 18.3.2023 16:42 Sóttu vélarvana bát suðvestan við Eldey Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti vélarvana bát suðvestan við Eldey í nótt vegna vélarvandræða. Skipið kom með bátinn til hafnar í Grindavík klukkan sjö í morgun. Innlent 4.3.2023 11:13 Fótbrotnaði á Fagradalsfjalli Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. Innlent 3.3.2023 08:42 Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.2.2023 22:42 „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan. Atvinnulíf 30.1.2023 07:00 Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. Innlent 19.1.2023 11:05 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. Innlent 17.1.2023 20:30 Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. Innlent 17.1.2023 13:16 Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. Innlent 17.1.2023 11:05 Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. Innlent 16.1.2023 15:37 Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Innlent 13.1.2023 21:45 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. Innlent 13.1.2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. Innlent 12.1.2023 19:30 Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Innlent 12.1.2023 18:37 Hýsa hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í Grindavík í óþökk bæjaryfirvalda en hótelstarfsemi var stöðvuð í húsinu síðastliðið vor vegna myglu. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir engum verða úthýst en furðar sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar. Innlent 12.1.2023 13:00 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 74 ›
Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. Viðskipti innlent 12.6.2023 16:48
Grindvíkingar fögnuðu Sjómannadeginum með pompi og prakt Sjóarinn síkáti, sjómanna- og fjölskylduhátíð Grindvíkinga var haldin með pompi og prakt um helgina. Bylgjulestin kíkti við og hélt uppi fjörinu ásamt fjölbreyttri dagskrá heimamanna. Lífið 5.6.2023 13:18
Foreldrar fegnir að leikskóli í Grindavík gleymdist Forsvarsmenn BSRB gleymdu að nefna leikskólann Laut í Grindavík á lista yfir starfsstaði þar sem verkfall er boðað á morgun. Foreldrar eru fegnir en leikskólastjórinn segir um mannleg mistök að ræða. Innlent 4.6.2023 20:44
Svona verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina. Lífið 2.6.2023 10:49
Fyrsti áttæringurinn frá bátasmiðum í heila öld Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar. Innlent 1.6.2023 21:45
Bylgjulestin brunar inn í sumarið Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar. Samstarf 1.6.2023 16:38
„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“ Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt. Lífið 27.5.2023 10:50
Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. Innlent 26.5.2023 12:17
Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25.5.2023 07:00
Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Innlent 19.5.2023 14:10
Féll í klettunum við Kleifarvatn Í nótt féll maður í klettum við Kleifarvatn og svaraði félögum sínum illa á eftir. Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn og maðurinn sóttur. Hann reyndist töluvert lemstraður og með höfuðáverka. Innlent 1.5.2023 08:35
„Það skemmir ekki hár“ Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. Innlent 11.4.2023 23:54
Hárið „ónýtt“ eftir heimsókn í Bláa lónið „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok sem vakið hefur mikla athygli. Lífið 4.4.2023 22:08
„Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“ Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni. Innlent 29.3.2023 09:01
Gestir Bláa lónsins verða færri en framlegð mun aukast um liðlega fjórðung Ferðaþjónusta þarf breytast frá því að einblína á magn í framlegð, rétt eins og sjávarútvegur gerði í kringum 1980, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Bláa lónsins sagði að horft sé til þess í hans rekstri að í ár verði gestir 20-30 prósent færri en framlegðin aukist um 20-30 prósent. „Við erum á þessari vegferð sem stjórnvöld kalla eftir,“ sagði hann. Innherji 23.3.2023 15:02
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Grindavík Eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi síðdegis í dag. Engum varð meint af og slökkvistarf gekk vel. Innlent 18.3.2023 16:42
Sóttu vélarvana bát suðvestan við Eldey Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti vélarvana bát suðvestan við Eldey í nótt vegna vélarvandræða. Skipið kom með bátinn til hafnar í Grindavík klukkan sjö í morgun. Innlent 4.3.2023 11:13
Fótbrotnaði á Fagradalsfjalli Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. Innlent 3.3.2023 08:42
Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.2.2023 22:42
„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan. Atvinnulíf 30.1.2023 07:00
Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. Innlent 19.1.2023 11:05
„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. Innlent 17.1.2023 20:30
Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. Innlent 17.1.2023 13:16
Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. Innlent 17.1.2023 11:05
Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. Innlent 16.1.2023 15:37
Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Innlent 13.1.2023 21:45
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. Innlent 13.1.2023 14:07
Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. Innlent 12.1.2023 19:30
Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Innlent 12.1.2023 18:37
Hýsa hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í Grindavík í óþökk bæjaryfirvalda en hótelstarfsemi var stöðvuð í húsinu síðastliðið vor vegna myglu. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir engum verða úthýst en furðar sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar. Innlent 12.1.2023 13:00