Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 12:44 Stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hélt inn í Grindavík snemma í morgun. Þorbjörn „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem segir frá því að stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hafi haldið inn í bæinn snemma í morgun til að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Var markmiðið að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það, en lögregla gaf í dag grænt ljós á að íbúar og fulltrúar á skilgreindum svæðum í bænum geti haldið inn í bæinn í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum. „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í fæslunni. Fólk virði lokanir Sveitin vill biðja alla sem komi í bæinn að fara varlega og virða þær lokanir sem hafa verið settar upp. „Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir. Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima. Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga,“ segir á færslu björgunarsveitarinnar. Grindavík Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem segir frá því að stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hafi haldið inn í bæinn snemma í morgun til að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Var markmiðið að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það, en lögregla gaf í dag grænt ljós á að íbúar og fulltrúar á skilgreindum svæðum í bænum geti haldið inn í bæinn í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum. „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í fæslunni. Fólk virði lokanir Sveitin vill biðja alla sem komi í bæinn að fara varlega og virða þær lokanir sem hafa verið settar upp. „Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir. Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima. Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga,“ segir á færslu björgunarsveitarinnar.
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49