Tengdasonur ársins kemur til bjargar Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 16:05 Þó vá standi fyrir dyrum er létt yfir þeim tengdamæðginum Ásmundi og Guðrúnu sem er, að sögn tengdasonar síns, hörkukelling. vísir/sigurjón Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. „Það er tengdamóðir mín sem býr hérna og ég er að hjálpa henni að ná í dótið sitt,“ segir Ásmundur og er hinn glaðlegasti þrátt fyrir þá vá sem nú steðjar að. Hann er búsettur í Reykjavík og horfir á þetta úr fjarlægð eins og við flest. „Það hefur gengið mjög vel að ferja dótið. Ég er búinn að vera hér í korter og við náum kannski fimm mínútum í viðbót. Svo er að drífa sig í bæinn aftur.“ Tendamamma er hörkukerling Ásmundur segir tengdamóður sína vera uppi að pakka. „Ég kom með hana með mér, hvað, 81 árs að verða, á miðvikudaginn. Hún var mjög þakklát fyrir að fá að koma heim aðeins í smástund og ná í helstu verðmæti. Og þetta persónulega, myndir, flakkara, minniskubba … eitthvað svona dót. Sér hún fram á að koma aftur? „Ekkert endilega. Nema þá tímabundið,“ segir Ásmundur og gefur til kynna með látbragði að það sé algjör óvissa ríkjandi. „Það er ekki farið að ræða það ennþá. Fólk er ennþá að átta sig á stöðunni. Hvernig þetta verður.“ Varst þú hérna á föstudaginn? „Nei, ég var mjög nálægt. Hún kom beint til mín, það lokaðist vegurinn á rassgatið á henni. Hún er hörku kerling og ástandið á henni er gott.“ Ásmundur fylgdi þá fréttamanni og tökufólki inn í íbúð tengdamóður sinnar sem heitir Kristín Thorstensen. „Ég er að taka fötin mín og þau verðmæti sem ég get farið með. Tilfinningin er … tjahh, stress. Núna meðan ég er að þessu. En auðvitað er þetta sorglegt, að sjá hvernig þetta er að fara allt hérna í Grindavík. Ég vorkenni fólki með börn. Ég er náttúrlega bara ein hérna, léttara hjá mér en mörgum öðrum.“ Laumaði golfsettinu í bílinn Þó óvissan sé mikið eru þau tengdasonur og tengdamóðir einstaklega glaðleg. Og hlæja að þessu öllu saman. en hvernig var þetta fyrir helgi? „Þetta var hrikalegt. Ég ætlaði nú bara að fara að elda mér fisk hérna á föstudagskvöldið. Og svo sá ég að þetta var ekkert vit og hljót út með litla tösku sem ég var búin að setja í. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að koma hér og með bílinn.“ Ásmundur fyllir bílinn og gleymdi ekki golfsettinu.vísir/vilhelm Mér skilst að golfsettið fái að koma með? „Er búið að setja það í bílinn?“ segir Kristín og hlær. „Ég er ánægð með það. Það er toppurinn. Ég var hin rólegasta. Ég var að þrífa golfsettið þegar sem mest gekk á. Um fimmleytið, hér niðri. Þannig að ég er tilbúin, að fara að gera eitthvað, skemmtilegt.“ Sérðu fyrir þér að snúa aftur hingað? „Ég get ekki ákveðið það. En, ég veit það ekki. Það er aldrei að vita. Þetta eru ekki miklar skemmdir að sjá á húsinu en hvað verður, það er aldrei að vita. Ég bý hér ein og er með ættingjana annars staðar, Njarðvík, Hafnarfirði og Reykjavík,“ segir Guðrún. Og víst að það mun ekki væsa um hana, hvað sem verður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
„Það er tengdamóðir mín sem býr hérna og ég er að hjálpa henni að ná í dótið sitt,“ segir Ásmundur og er hinn glaðlegasti þrátt fyrir þá vá sem nú steðjar að. Hann er búsettur í Reykjavík og horfir á þetta úr fjarlægð eins og við flest. „Það hefur gengið mjög vel að ferja dótið. Ég er búinn að vera hér í korter og við náum kannski fimm mínútum í viðbót. Svo er að drífa sig í bæinn aftur.“ Tendamamma er hörkukerling Ásmundur segir tengdamóður sína vera uppi að pakka. „Ég kom með hana með mér, hvað, 81 árs að verða, á miðvikudaginn. Hún var mjög þakklát fyrir að fá að koma heim aðeins í smástund og ná í helstu verðmæti. Og þetta persónulega, myndir, flakkara, minniskubba … eitthvað svona dót. Sér hún fram á að koma aftur? „Ekkert endilega. Nema þá tímabundið,“ segir Ásmundur og gefur til kynna með látbragði að það sé algjör óvissa ríkjandi. „Það er ekki farið að ræða það ennþá. Fólk er ennþá að átta sig á stöðunni. Hvernig þetta verður.“ Varst þú hérna á föstudaginn? „Nei, ég var mjög nálægt. Hún kom beint til mín, það lokaðist vegurinn á rassgatið á henni. Hún er hörku kerling og ástandið á henni er gott.“ Ásmundur fylgdi þá fréttamanni og tökufólki inn í íbúð tengdamóður sinnar sem heitir Kristín Thorstensen. „Ég er að taka fötin mín og þau verðmæti sem ég get farið með. Tilfinningin er … tjahh, stress. Núna meðan ég er að þessu. En auðvitað er þetta sorglegt, að sjá hvernig þetta er að fara allt hérna í Grindavík. Ég vorkenni fólki með börn. Ég er náttúrlega bara ein hérna, léttara hjá mér en mörgum öðrum.“ Laumaði golfsettinu í bílinn Þó óvissan sé mikið eru þau tengdasonur og tengdamóðir einstaklega glaðleg. Og hlæja að þessu öllu saman. en hvernig var þetta fyrir helgi? „Þetta var hrikalegt. Ég ætlaði nú bara að fara að elda mér fisk hérna á föstudagskvöldið. Og svo sá ég að þetta var ekkert vit og hljót út með litla tösku sem ég var búin að setja í. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að koma hér og með bílinn.“ Ásmundur fyllir bílinn og gleymdi ekki golfsettinu.vísir/vilhelm Mér skilst að golfsettið fái að koma með? „Er búið að setja það í bílinn?“ segir Kristín og hlær. „Ég er ánægð með það. Það er toppurinn. Ég var hin rólegasta. Ég var að þrífa golfsettið þegar sem mest gekk á. Um fimmleytið, hér niðri. Þannig að ég er tilbúin, að fara að gera eitthvað, skemmtilegt.“ Sérðu fyrir þér að snúa aftur hingað? „Ég get ekki ákveðið það. En, ég veit það ekki. Það er aldrei að vita. Þetta eru ekki miklar skemmdir að sjá á húsinu en hvað verður, það er aldrei að vita. Ég bý hér ein og er með ættingjana annars staðar, Njarðvík, Hafnarfirði og Reykjavík,“ segir Guðrún. Og víst að það mun ekki væsa um hana, hvað sem verður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18