
Reykjavík

Opna nýjan hjólabrettagarð á Miðbakka
Nýtt hjólabrettasvæði verður opnað og tekið í notkun á Miðbakka í Reykjavík klukkan 17 í dag.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild
Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda.

Fákur fór á bæjarrölt um Breiðholtið
Einhverjir vegfarendur hafa kannski rekið upp stór augu þegar hestur var á rölti um Stekkjarbakkann í Breiðholti síðdegis í gær.

Nýstofnuð sjávarakademía einblínir á sjálfbærni, umhverfismál og nýsköpun
Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans í dag.

Töldu meiri smithættu af því að vísa fólki af samstöðufundinum
Smithætta hefði aukist hefði fólki, sem viðstatt var samstöðufundi á Austurvelli í gær vegna ástandsins vestanhafs, hefði verið vísað af Austurvelli. Lögreglumenn sem staddir voru á fundinum töldu það ekki þjóna markmiðum sóttvarna og að betra væri að láta fundinn klárast en um þrjú þúsund manns voru viðstaddir þegar hæst lét.

Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag.

Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum
Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík.

Innipúkinn stendur keikur eftir erfiðan vetur og færir sig í Gamla bíó
Innipúkinn færir sig um set í ár og ætlar að létta lund Reykvíkinga um verslunarmannahelgina.

Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi
Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins.

Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu.

„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd.

Fjölmenni á samstöðumótmælum á Austurvelli
Mörghundruð manns hafa nú safnast saman á samstöðumótmælum á Austurvelli sem hófust klukkan 16:30.

Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu
Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17.

Friðsamleg samstöðumótmæli á Austurvelli í dag
Samstöðumótmæli munu fara fram á Austurvelli klukkan 16:30 í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna eftir dauða George Floyd.

Græna planið, neyðarplanið eða hallærisplanið?
Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu.

Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College
„Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx.

„Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“
Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar.

Rannsaka árás á starfsmann rakarastofu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem ráðist hafði á starfsmann rakarastofu á Laugavegi síðdegis í gær.

Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum
Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.

Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar.

Friðlýsa Lundey í Kollafirði
Með friðlýsingunni yrði eyjan friðland.

Þau vilja stýra þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
Alls sóttu 37 manns stöðu framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við af Sigtryggi Jónssyni sem hefur látið af störfum vegna aldurs.

Græna planið
Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku.

Bókabúð Máls og menningar lokað um óákveðinn tíma
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skuli bókabúð Máls og menningar á Laugarvegi um óákveðinn tíma, sömu sögu er að segja um kaffihús rekið í sama húsnæði.

Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu
Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar.

Bensínleki á Atlantsolíu við Bústaðaveg
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er núna í útkalli á bensínstöð Atlantsolíu við Bústaðaveg en um er að ræða alvarlegan bensínleka á stöðinni að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“
Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík.

Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar
Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar.

Dæmdur fyrir að stela bíl og rúnta norður í Borgarfjörð
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann um þrítugt í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann tekið bíl í heimildarleysi af bílastæði þjónustuverkstæðis Bílabúðar Benna við Tangarhöfða í Reykjavík.