Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 11:47 Mikill kraftur er í fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent. Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent.
Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent