Vopnað rán og hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 06:32 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira