Grímsnes- og Grafningshreppur

Fréttamynd

Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag

Kvenfélagskonur í Grímsnesi njóta góða veðursins í dag og ganga áheitagöngu til styrktar "Sjóðnum góða" í Árnessýslu. Gangan hófst klukkan níu í morgunen konurnar ætla að ganga 24 kílómetra, eða Sólheimahringinn svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana

Böðvar Guðmundsson, sem býr á Selfossi hefur nýlega látið af starfi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Þrátt fyrir að hann sé hættur þá mætir hann áfram í vinnuna af gömlum vana.

Innlent
Fréttamynd

Heilsueflandi samfélög í uppsveitum Árnessýslu

Sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú öll orðin heilsueflandi samfélög eftir forsvarsmenn  Grímsnes og Grafningshrepps og Skeiða og Gnúpverjahrepps skrifuðu undir samning þess efnis í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk

Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að 35 ár eru liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið. Reynir stoppar aldrei, því nú er hann að gefa út geisladisk, með munnhörpulögum, sem hann hefur spilað inn á diskinn.

Innlent
Fréttamynd

Malbikið lengist í Grafningi í sumar

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi.

Innlent
Fréttamynd

Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi

Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Lífið