Hífa vélina upp í skrefum og vona að aðgerðum ljúki í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Á sjötta tug viðbragðsaðila eru nú á svæðinu. Vísir/Vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið. Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“ Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31
Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30
Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46