Hrunamannahreppur Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa. Innlent 5.1.2025 21:05 Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi. Innlent 16.12.2024 11:14 Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Innlent 8.12.2024 10:48 Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Innlent 23.11.2024 20:06 Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Innlent 17.11.2024 12:04 Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Rannsókn lögreglu á falsboði sem þeim barst í sumar, þegar tilkynnt var um að tveir ferðamenn væru fasti í helli, er nú lokið og er málið óupplýst. Lögreglan ræddi við nokkra einstaklinga í Bretlandi í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 4.11.2024 10:33 Rollubingó og hrútasýning á Flúðum Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta. Innlent 13.10.2024 21:04 Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Björgunarsveitir, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu þar sem einn slasaðist. Innlent 12.10.2024 16:05 Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Innlent 13.9.2024 20:04 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum. Innlent 8.9.2024 14:05 Falsboðið hafi borist erlendis frá Falsboðið sem lögreglu barst, þegar tilkynnt var að tveir ferðamenn væru fastir í helli í Kerlingarfjöllum, kom erlendis frá miðað við IP-tölu tækisins sem skilaboðin voru send úr. Innlent 29.8.2024 13:19 Enn óljóst hvaðan falsboðið um ferðamennina kom Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það enn til rannsóknar hjá embættinu hvaðan tilkynningin kom um týndu ferðamennina í Kerlingarfjöllum í síðustu viku. Umfangsmikil leit fór fram að tveimur ferðamönnum en eftir um tveggja daga leit tilkynnti lögregla að um gabb hefði verið að ræða og frestaði leitinni. Innlent 12.8.2024 11:35 Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðarviðbragð landsins Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika. Innlent 7.8.2024 19:28 Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. Innlent 7.8.2024 13:05 Telja bílinn ekki á vegum ferðamannanna Bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum er ekki talinn vera á vegum ferðamannanna tveggja sem tilkynntu að þeir væru fastir í helli. Innlent 6.8.2024 17:36 Leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi. Innlent 6.8.2024 14:52 Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. Innlent 6.8.2024 13:51 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. Innlent 6.8.2024 12:29 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Innlent 6.8.2024 10:13 Svona var brekkusöngurinn á Flúðum Brekkusöngurinn í Torfdal á Flúðum verður haldinn í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni í kvöld. Hann hefst klukkan 21:00. Lífið 4.8.2024 18:01 Brekkusöngur á Flúðum og á Vísi: Lofar sól og sumri beint heim í stofu Stuðboltinn, gítarleikarinn og söngvarinn Gunnar Ólason mun leiða Brekkusöng á Flúðum á sunnudagskvöldið. Brekkusöngurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni og hefst klukkan 21:00. Lífið 2.8.2024 13:34 Síðasta ávarp Guðna í embætti: „Þið eruð geggjuð!“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. Innlent 28.7.2024 22:03 „Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. Innlent 28.7.2024 21:09 Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver. Innlent 28.7.2024 16:27 Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 28.7.2024 14:55 Guðni hljóp í Kerlingarfjöllum og flutti sitt síðasta ávarp Fjallahlaupið Kerlingarfjöll ULTRA var haldið í fyrsta skiptið í blíðskaparveðri í gær. Keppendur spreyttu sig á þremur vegalengdum á miðhálendinu og tókust á við krefjandi aðstæður með bros á vör. Guðni fráfarandi forseti var meðal þátttakenda og flutti þar sitt síðasta formlega ávarp. Lífið 28.7.2024 12:50 Um 100 manns frá Eþíópíu búa á Íslandi Íbúar frá Eþíópíu, sem búa hér á landi koma saman þessa dagana til að syngja, dansa og biðja, ásamt því að borða góðan mat saman með puttunum. Með því er verið að fagna Gabríel erkiengli en ein slík hátíð var haldin á Flúðum í gær. Innlent 24.7.2024 20:05 Opna baðstað í Kerlingarfjöllum um helgina Um helgina verður fyrstu gestunum hleypt ofan í nýjan baðstað í Kerlingarfjöllum. Í böðunum eru meðal annars heitar setlaugar, kaldur pottur og glæsileg sauna með útsýni yfir fjallgarðinn. Viðskipti innlent 29.6.2024 10:38 12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. Innlent 23.6.2024 13:05 Ófagleg vinnubrögð HSU og FSRE Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Skoðun 20.6.2024 17:30 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa. Innlent 5.1.2025 21:05
Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi. Innlent 16.12.2024 11:14
Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Innlent 8.12.2024 10:48
Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Innlent 23.11.2024 20:06
Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Innlent 17.11.2024 12:04
Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Rannsókn lögreglu á falsboði sem þeim barst í sumar, þegar tilkynnt var um að tveir ferðamenn væru fasti í helli, er nú lokið og er málið óupplýst. Lögreglan ræddi við nokkra einstaklinga í Bretlandi í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 4.11.2024 10:33
Rollubingó og hrútasýning á Flúðum Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta. Innlent 13.10.2024 21:04
Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Björgunarsveitir, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu þar sem einn slasaðist. Innlent 12.10.2024 16:05
Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Innlent 13.9.2024 20:04
14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum. Innlent 8.9.2024 14:05
Falsboðið hafi borist erlendis frá Falsboðið sem lögreglu barst, þegar tilkynnt var að tveir ferðamenn væru fastir í helli í Kerlingarfjöllum, kom erlendis frá miðað við IP-tölu tækisins sem skilaboðin voru send úr. Innlent 29.8.2024 13:19
Enn óljóst hvaðan falsboðið um ferðamennina kom Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það enn til rannsóknar hjá embættinu hvaðan tilkynningin kom um týndu ferðamennina í Kerlingarfjöllum í síðustu viku. Umfangsmikil leit fór fram að tveimur ferðamönnum en eftir um tveggja daga leit tilkynnti lögregla að um gabb hefði verið að ræða og frestaði leitinni. Innlent 12.8.2024 11:35
Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðarviðbragð landsins Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika. Innlent 7.8.2024 19:28
Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. Innlent 7.8.2024 13:05
Telja bílinn ekki á vegum ferðamannanna Bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum er ekki talinn vera á vegum ferðamannanna tveggja sem tilkynntu að þeir væru fastir í helli. Innlent 6.8.2024 17:36
Leitarsvæðið torsótt og erfitt yfirferðar Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi. Innlent 6.8.2024 14:52
Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. Innlent 6.8.2024 13:51
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. Innlent 6.8.2024 12:29
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Innlent 6.8.2024 10:13
Svona var brekkusöngurinn á Flúðum Brekkusöngurinn í Torfdal á Flúðum verður haldinn í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni í kvöld. Hann hefst klukkan 21:00. Lífið 4.8.2024 18:01
Brekkusöngur á Flúðum og á Vísi: Lofar sól og sumri beint heim í stofu Stuðboltinn, gítarleikarinn og söngvarinn Gunnar Ólason mun leiða Brekkusöng á Flúðum á sunnudagskvöldið. Brekkusöngurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni og hefst klukkan 21:00. Lífið 2.8.2024 13:34
Síðasta ávarp Guðna í embætti: „Þið eruð geggjuð!“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. Innlent 28.7.2024 22:03
„Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. Innlent 28.7.2024 21:09
Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver. Innlent 28.7.2024 16:27
Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 28.7.2024 14:55
Guðni hljóp í Kerlingarfjöllum og flutti sitt síðasta ávarp Fjallahlaupið Kerlingarfjöll ULTRA var haldið í fyrsta skiptið í blíðskaparveðri í gær. Keppendur spreyttu sig á þremur vegalengdum á miðhálendinu og tókust á við krefjandi aðstæður með bros á vör. Guðni fráfarandi forseti var meðal þátttakenda og flutti þar sitt síðasta formlega ávarp. Lífið 28.7.2024 12:50
Um 100 manns frá Eþíópíu búa á Íslandi Íbúar frá Eþíópíu, sem búa hér á landi koma saman þessa dagana til að syngja, dansa og biðja, ásamt því að borða góðan mat saman með puttunum. Með því er verið að fagna Gabríel erkiengli en ein slík hátíð var haldin á Flúðum í gær. Innlent 24.7.2024 20:05
Opna baðstað í Kerlingarfjöllum um helgina Um helgina verður fyrstu gestunum hleypt ofan í nýjan baðstað í Kerlingarfjöllum. Í böðunum eru meðal annars heitar setlaugar, kaldur pottur og glæsileg sauna með útsýni yfir fjallgarðinn. Viðskipti innlent 29.6.2024 10:38
12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. Innlent 23.6.2024 13:05
Ófagleg vinnubrögð HSU og FSRE Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Skoðun 20.6.2024 17:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent