Kyngreint nautasæði kemur vel út Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2025 15:04 Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bílinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Aðsend Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið. Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira