
Snæfellsbær

Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu.

Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja
Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár.

Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar
Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna.

Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls
Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins.

Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel
Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar.

Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll
Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn.

610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða
Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi.

Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness
Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar.

Einu kartöflubændurnir á Vesturlandi
„Þetta er auðvitað viss áhætta, maður veit aldrei hversu mikil uppskeran verður,“ segir Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, spurð hvernig standi á því að hún og maður hennar, Helgi Sigurmonsson bóndi, séu einu kartöflubændurnir á öllu Vesturlandi. „Það voru fleiri í þessu hér áður fyrr en svo hættu allir nema við.“ Þóra og Helgi höfðu nýlokið við að setja niður útsæðið þegar Fréttablaðið hitti þau.

Eitt af bestu sjávarsíðuhótelunum
Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn.