Sundlaugar

Fréttamynd

Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu

Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Kannt þú flugsund?

Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin

Skoðun
Fréttamynd

Skólasund verður valfag

Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds.

Innlent
Fréttamynd

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp

Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug

Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Laugar­dals­laug uppi­skroppa með gul arm­bönd og biðlar til for­eldra

Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue

Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. 

Lífið
Fréttamynd

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi

Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefði getað farið mjög illa“

Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund.

Innlent