Bítið

Fréttamynd

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst alveg við þessum erfiðleikum

„Ég fór bara í endurhæfingu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í janúar og hefur verið fjallað um aðgerðina í fjölmiðlum um allan heim. Guðmundur átti afmæli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stefnt að því að halda Þjóðhátíð

„Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Kostirnir við Schengen fleiri en gallarnir eins og er

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir kostina við Schengen-samstarfið fleiri en gallana. Alltaf þarf að vega og meta kosti og galla slíks samstarfs. Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var meðal annars geta lögreglu til að vísa brotamönnum úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur bólu­settur með AstraZene­ca í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var leiðinda­helgi“

„Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Sjúk­dómurinn er svo marg­falt, marg­falt verri“

„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum

Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur segir úr­skurðinn mikil von­brigði fyrir ís­­lenska þjóð

„Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt.

Innlent
Fréttamynd

Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af

Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið.

Lífið
Fréttamynd

Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta

Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 

Innlent
Fréttamynd

Hyggst svara for­síðu­frétt Frétta­blaðsins með stefnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR.

Innlent
Fréttamynd

Bæði eitt versta og besta ár lífsins

Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni.

Lífið